Svíar senda skriðdreka til Úkraínu

Myndband sem dreifist á samfélagsmiðlum sýnir lestarflutning með um 20 skriðdrekum CV90 á leið frá Svíþjóð til Úkraínu en samtals fara um 50 sænskir skriðdrekar í þessum pakka til Úkraínu.

Myndbandið frá Noelreports er tekið upp á Fürth Hauptbahnhof fyrir utan Nürnberg í Bæjaralandi. Það var sett á samfélagsmiðla fyrr í vikunni.

Carl Bild heldur ekki vatni af hrifningu

Samnytt segir frá: Samkvæmt Noelreports var lestin með hinum fjölmörgu sænsku skriðdrekum á leið til Úkraínu um Tékkland. Á þriðjudagsmorgun var lest með sænska CV90 kvikmynduð í Slóvakíu, samkvæmt myndböndum á samfélagsmiðlum. Carl Bildt, fyrrverandi ráðherra, er einn þeirra sem hefur tjáð sig um myndbandið:

„Stórkostlegir CV90 skriðdrekar frá Svíþjóð eru núna á leiðinni til Úkraínu,.“

Aukin atvinna í Svíþjóð við vopnaframleiðslu til Úkraínu

Ný ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í byrjun árs, að Svíar myndu senda 50 CV90 skriðdreka til Úkraínu. Í fréttum sænskra ríkismiðla er greint frá ráðningu fleiri hundrað manns í vopnaframleiðslu til Úkraínu. Í mars var myndbandi með rússneskum texta deilt á Telegram, sem sýnir lest með sænsku skriðdrekunum. Af upplýsingum á samfélagsmiðlum að dæma voru skriðdrekarnir síðan fluttir með járnbrautalest í gegnum Suður-Svíþjóð áfram til Þýskalands, Tékklands og Slóvakíu og að lokum til Úkraínu.

Sænski herinn vill ekki tjá sig um, hvernig staðið er að flutningunum, hvernig staðið er að því að lágmarka tjón óbreyttra borgara við hugsanlega árás Rússa á brýr, ferjur eða önnur skip sem notuð eru til að flytja efni til víglínunnar. Yfirvöld skrifuðu í tölvubréfi til Samnytt:

„Við erum ekki í aðstöðu til að tjá okkur um hvers kyns flutninga af öryggisástæðum.“

Sjá má myndbandið hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila