Svíþjóðardemókratar krefjast þess að Rússland verði rekið úr Öryggisráði SÞ

Formaður Svíþjóðardemókrata Jimmy Åkesson.

Eins og svo margir aðrir, þá láta Svíþjóðardemókratar í sér heyra varðandi „ársafmæli“ Úkraínustríðsins. Segjast þeir ætíð setja eigin varnir Svíþjóðar ofar hernaðaraðgerðum erlendis en að útlit sé fyrir að stríðið í Úkraínu dragist á langinn og útkoman úr stríðinu muni ráða úrslitum um öryggi allrar Evrópu og þar með Svíþjóðar.

Í grein í Expressen sem skrifuð er af Svíþjóðardemókrötunum Jimmie Åkesson flokksformanni Svíþjóðardemókrata, Aron Emilsson formanni utanríkismálanefndar sænska þingsins og Sven-Olof Sällström varaformanni varnarmálanefndar, leggja þeir fram tillögur sínar til að stuðla að friði í Evrópu. Setja þeir fram stefnu Svíþjóðardemókrata í nokkra helstu punkta:

5 punktar Svíþjóðardemókrata til að leysa Úkraínustríðið

  1. Breytið vopnaútflutningsreglugerðum til að gera útflutning vopna mögulegan til landa í stríði – en einungis ef það þjónar öryggispólitískum hagsmunum Svíþjóðar.
  2. Svíar eiga að vera í fararbroddi ESB með refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
  3. Svíar eiga að beita sér fyrir því, að Rússland verði rekið úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
  4. Svíar eiga að viðurkenna fjöldamorð Stalíns í Úkraínu sem þjóðarmorð.
  5. Svíar eiga að vinna í auknum mæli að því að sannfæra önnur ríki um að senda til vopn til Úkraínu.

Einnig segir í greininni:

„Það er skylda okkar að styðja Úkraínu að fullu og á allan hátt sem við getum. Við erum algjörlega sammála Zelenskí forseta Úkraínu, sem telur að með hverjum degi sem líður án þess að lýðræðisríki Evrópu bregðist við, þá sé mannslífum sóað.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila