Þingflokkarnir í Svíþjóð halda áfram að tapa flokksmeðlimum – nema Svíþjóðardemókratar en þeir voru eini flokkurinn sem bætti við meðlimum árið 2020 samkvæmt athugun Altinget. Verst gengur sósíaldemókrötum sem misstu 15 þúsund flokksmeðlimi árið 2020.
Sífellt færri vilja taka þátt í störfum stjórnmálaflokkanna. Í fyrra hættu 24 þúsund meðlimir í stjórnmálaflokkum í Svíþjóð. Mesta fall mælist hjá Sósíaldemókrötum með 15 þúsund sem hafa hætt. Lena Rådström Baastad flokksritari Sósíaldemókrata heldur, að kórónuveikindin sé ástæðan: „Við erum flokkur alþýðunnar og erum vön að sækja fylgi út á mörkuðum og banka á dyr hjá fólki. En vegna farsóttarinnar, þá gerðum við það aldrei í fyrra sem ég tel að hafi haft áhrif á fjölda meðlima.“
Svíþjóðardemókratar þeir einu sem ganga gegn straumnum
Eini flokkurinn sem eykur fjölda meðlima er Svíþjóðardemókratar. Árið 2018 fór flokkurinn framúr Miðflokknum sem þriðji stærsti flokkurinn í Svíþjóð tekið til fjölda skráðra meðlima. Svíþjóðardemókratar nálgast sömu meðlimatölu og Móderater hafa.
Richard Jomshjof hjá Svíþjóðardemókrötum telur að flokkurinn hafi fengið marga meðlimi vegna aðalmálanna sem eru innflytjendamálin og glæpamennskan. „Þegar maður upplifir sterklega vissar spurningar sækist maður eftir lausnum. Flokkur okkar hefur lengi gengið gegn straumnum, þegar litið er til hvernig aðrir flokkar hafa tekið á málunum.“
Annar hver umhverfisgrænn hefur hætt í flokknum
Allra versta þróun eftir 2014 hefur flokkur Umhverfisgrænna fengið. Árin í ríkisstjórninni hafa síður en svo aukið á vinsældir flokksins sem tapað hefur um helmingi meðlimanna. Flokkurinn gengur því í þveröfuga átt miðað við Svíþjóðardemókrata sem hafa tvöfaldað fjölda flokksmeðlima frá 2014.
Þróunin að sífellt færri taka þátt í beinu flokksstarfi hefur staðið yfir í langan tíma. Í dag eru samtals um 250 þúsund skráðir meðlimir í stjórnmálaflokkum miðað við um 1,5 milljónir á áttunda áratugnum. Flestur hurfu eftir að hætt var við að skrá meðlimi verkalýðsfélaga sjálfkrafa sem meðlimi sósíaldemakrataflokksins.
Jonas Hinnfors stjórnmálasérfræðingur og prófessor við Gautaborgarháskóla segir að „það eru einnig aðrar orsakir eins og að félagsþörfum sem flokkarnir fylltu áður hafa breyst. Fólk er í minna mæli einarðir stuðningsmenn stjórnmálaflokka. Hlekkir milli kjörinna embættismanna og kjósenda hafa í einhverjum mæli rýrnað.“