Tékkar mótmæla hernaðarstuðningi ríkisstjórnarinnar við Úkraínu – vilja halda friðarráðstefnu

Þúsundir mótmæltu háum framfærslukostnaði og hernaðarstuðningi stjórnvalda við Úkraínu í tékknesku höfuðborginni Prag á laugardag. Mótmælin voru skipulögð af Pravo Respekt Odbornost (PRO) flokknum undir merkinu „Tékkaland gegn fátækt.

Mótmælendur kröfðust þess að vopnasendingar til Úkraínu verði stöðvaðar og lögðu fram tillögu um að halda friðarráðstefnu í Prag. Sumir héldu á borðum með boðskap gegn aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu Nató.

Þó að verðbólga á milli ára í Tékkalandi hafi lækkað í 16,7% í febrúar úr 17,5% í janúar, er hún langt yfir þeim 3% þolmörkum, sem tékkneski seðlabankinn hefur sett.

Greining, sem PAQ Research gerði og var birti í tékkneska útvarpinu í desember 2022, spáir því að allt að 30% heimila í Tékklandi geta lent í fátækt m.a. vegna hækkandi orku- og húsnæðiskostnaðar á þessu ári.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila