Telur að valin verði mun umfangsminni Borgarlína verði verkefnið að veruleika á annað borð – Það eru ekki til endalausir fjármunir í þetta

Sú leið Borgarlínu sem kynnt hefur verið borgarbúum undanfarin ár af núverandi meirihluta verður líklega ekki niðurstaðan á endanum ef af verkefninu verður á annað borð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Vilhjálmur segir að ef af verkefninu verði þá verði líklega niðurstaðan sú að farin verði Borgarlínuleið sem sé mun minni í sniðum en sú sem kynnt hefur verið og þar af leiðandi mun það kosta mun minna. Hann bendir á að slík Borgarlína sé svipuð og þær sem settar hafa verið upp í Evrópulöndum.

„og slík Borgarlína sem ég kýs að kalla Borgarlínu light kostar um 20 milljarða í stað þess að kosta 100 milljarða eins og Borgarlínan sem lagt er upp með núna kostar“, segir Vilhjálmur.

Borgin orðin hræðilega skuldsett

Vilhjálmur segir bruðlið í borginni gríðarlegt og skuldasöfnunin mikil. lán séu tekin á lán ofan sem sé gríðarlegar kostnaðarsamt og ekkert lát virðist vera á.

„þetta einfaldlega gengur ekki upp, það er ekkert til endlaust af peningum og það þarf líka að borga þessi lán en það heyrist minna um það hvernig á svo að fara að því að borga þau upp, árið 2010 voru skuldirnar miðað við hvern íbúa um 400 þúsund á hvern íbúa en núna er þetta um rétt tæp milljón svo það sér hver maður að þær hafa aukist gríðarlega“ segir Vilhjálmur.

Honum segist lítast afar illa á að borgin fjárfesti í grænum skuldabréfum í gegnum lífeyrissjóðina, hann bendir á að það þurfi alltaf að borga til baka.

„ennþá er stefnt að því að auka skuldir og auka skuldir og staða borgarsjóðs er bara mjög slæm, meirihlutinn blandar svo A og B hluta saman og talar um góða stöðu, en það er bara verið að blekkja borgarbúa, það er mjög mikið af svona hókus pókus aðferðum í gangi“

Fjölmiðlar eiga að veita eðlilegt aðhald

Vilhjálmur segir að fjölmiðlar gætu gert gagn með því að veita sveitarfélögum aðhald en þá sé auðvitað spurningin sú hverjir stjórni fjölmiðlum.

„og hvort einhverjir fjölmiðlar hafa hagsmuni af því að tala sem minnst um þau fjármálaævintýri sem stunduð eru í borginni, ég les nú bæði blöðin Morgunblaðið og Fréttblaðið til dæmis og það er áberandi munur á texta þessara blaða hvað varðar borgarmálin, mér finnst blaðamenn ekki vera nægilega hlutlausir í umræðunni og taka pólitíska afstöðu með eða á móti meirihlutanum en reyna ekki að brjóta þessi mál til mergjar með fullum heiðarleika eins og þeir eiga að gera, það vantar meiri hreinleika í stjórnmálin því það er verið að segja fólki svo margt sem er ekki rétt“

Útilokunarpólitíkin áhyggjuefni

Hann segir að útilokunarpólitíkin sem meðal annars hefur birst í því að margir flokkar hafi útilokað Sjálfstæðisflokkinn sé áhyggjuefni og sé skaðleg. Það séu aðilar á vinstri vængnum sem undirbjuggu þessa útilokunarstefnu gagnvart Sjálfstæðisflokknum

„sumir sem tilheyra núna vinstri mönnum í borgarstjórn eru færari en aðrir til þess að ástunda svona vinnubrögð, ég ætla þó ekki að nefna nein nöfn en þetta er ekki til þess að efla virðingu borgarstjórnar og almenningur geldur fyrir þetta, það vantar meiri heilindi í pólitíkina og fólk hefur fengið alveg nóg af klækjapólitík“ segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila