Það er vor í Búdapest og Juncker gengur illa að kenna Ungverjum að skilja Karl Marx

Það er vor í Búdapest. Blómailmur og grænska blandast við sporvagna og stórborgarlykt. Viktor Orbán forsætisráðherra er vel liðinn af Ungverjum vegna varðstöðu um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Ég er í stuttri heimsókn í Búdapest og leigubílstjórinn sem keyrði okkur á hótelið sagði að enginn ætti að fá að ráða yfir Ungverjum: ”Við ákveðum örlög okkar sjálf. Við sem búum í Ungverjalandi erum Ungverjar og vill einhver koma hingað og vera hér, verður viðkomandi að læra ungversku og kynna sér menningu Ungverjalands. Aðrir hafa áður reynt að stjórna okkur en við viljum ráða okkur sjálf. Málið er ekkert flókið heldur í rauninni einfalt.”

S.l. sunnudag sagði Juncker í viðtali við ítalska sjónvarpið RAI1 að hann tæki ekkert mark á nýlegri herferð ríkisstjórnar Ungverjalands gegn ESB en væri þeim mun áhyggjufyllri yfir eiturspúandi afstöðu Viktor Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands til útlendinga sem hann óttaðist að gæti leitt til styrjaldar. Orbán benti þá á að ”sá sem hefur yndi af því að afhjúpa styttur af Karli Marx ætti nú ekki að vera að reyna að kenna öðrum hvað fordómar væru. Karl Marx væri þekktur sem meistari slíks haturs.” Juncker á einnig í útistöðum við Ítali sem hann kallar lygara, þar sem þeir ”kunni ekki að telja alla peningana sem þeir ”fá” frá Brussel.” Juncker berst fyrir stórríki ESB og telur sameiginleg auðkenni stórríkisins, fána og þjóðsöng ESB æðri þjóðlegum auðkennum aðildarríkjanna. Sovétríkin fylgdu sömu stefnu forðum sem endaði með skriðdrekum í Búdapest. Ungverjar gáfu sig ekki þá og ekki heldur núna og njóta vorblíðunnar sem aldrei fyrr.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila