Þeir óbólusettu „eru mest aðskildi hópurinn sem ég hef séð á ævinni“

Þeir sem kusu að láta ekki bólusetja sig gegn covid-19 má flokka sem „mest aðskilda hópinn af öllum“ segir nýr forsætisráðherra í Alberta, Danielle Smith, sem einnig er flokksleiðtogi Íhaldsflokksins í kanadíska héraðinu. Óbólusett fólk hefur orðið fyrir „gríðarlegri mismunun“ segir hún.

Hafði aldrei áður á ævinni upplifað jafn mikinn aðskilnað gegn neinum hópi eins og þeim óbólusettu

Danielle Smith, var kjörin forsætisráðherra kanadíska héraðsins Alberta s.l. þriðjudag. Hún segir að óbólusettir séu sá hópur fólks sem sé mest mismunað af öllum sem hún hefur séð á lífsleiðinni. Hún var spurð að því, hvernig hún vilji standa vörð um frelsið til að „bólusetja“ sig samanborið við þá hópa sem njóta lagaverndar til dæmis út frá kynþætti og kyni. Hún sagði í fyrirspurnartíma (sjá myndband neðar á síðunni):

„Hópurinn sem varð fyrir verstu takmörkunum á frelsi sínu síðastliðið ár voru þeir, sem kusu að láta ekki bólusetja sig. Ég held að ég hafi aldrei upplifað aðstæður fyrr á ævinni, þar sem einstaklingur var rekinn úr starfinu eða var ekki leyft að sjá börnin sín spila íshokkí eða fékk ekki að heimsækja ástvini sína á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsi eða fékk ekki að fara í flugvél til að ferðast um landið til að hitta fjölskylduna hvað þá að ferðast yfir landamærin. Þetta hefur verið sá mest aðskildi hópur, sem ég hef séð á ævinni. Það er gríðarlega mikil mismunun.“

Síðasta ár hefur verið „óvenjulegt“ tímabil í sögu Kanada

„Ég lít ekki fram hjá mismunun meðal annarra hópa. En þetta hefur verið óvenjulegur tími, sérstaklega síðasta árið. Ég vil að fólk viti, að mér finnst það óviðunandi. Við eigum ekki að búa til aðskilnaðarsamfélag sem byggir á læknisfræðilegu vali.“

Sjá má svarið í heild sinni á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila