Þeir sem stjórna í Ísrael í dag verða það ekki þegar átökunum lýkur

Þeir harðlínumenn sem nú eru við völd í Ísrael og stunda landtöku og stríðsrekstur af mikilli ákefð verða ekki við stjórnvölinn þegar átökunum lýkur. Dagar Netanyahu eru taldir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingamanns Sjálfstæðisflokksins í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Birgir segir að þetta hafi hann fengið að vita alveg skýrt þegar hann fór fyrir nokkru og ræddi við háttsetta embættismenn bæði í Ísrael og Pelstínu. Segir Birgir að það sé einnig ljóst að dagar Netanyahu séu nokkurn veginn á enda komnir og muni ljúka um leið og átökunum lýkur.

Pólitísk uppstokkun framundan í Ísrael

Hann segir að það sé ljóst að breytingar verði á valdhöfum í Ísrael. Pólitískar breytingar eru framundan segir Birgir og það hafi komið mjög skýrt fram á þeim fundum sem hann hafi átt með Ísraelsmönnum og fleirum á svæðinu. Hann segist vona að í framhaldinu muni koma að málum einstaklingar sem muni í einlægni vilja frið við Palestínumenn. Allir hljóti að sjá að ekki gangi lengur að hafa slíkar deilur og tryggja beri með tveggja ríkja lausninni að slíkt endurtaki sig aldrei aftur.

Aðspurður um hvort tveggja ríkja lausnin sé aðgengileg segir Birgir að það sé búið að setja miklar hindranir gagnvart tveggja ríkja lausninni meðal annars með landtökubyggðunum en verði því landi skilað til baka muni það bæta málin talsvert.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málefni Palestínu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila