Þingmaður í Ástralíu: Loftslagselítan baðar í lúxus og breiðir út fátækt – „Ógeðslegt”

Ástralski þingmaðurinn Malcolm Roberts frá flokknum Ein Þjóð skefur ekki af orðunum gegn hnattræningjunum sem hann segir ætla að gera alla jarðarbúa að fátæklingum. Sérstaklega hvetur hann til varnarbaráttu fyrir landbúnaðinn gegn stríði glóbalistanna sem vilja eyðileggja hefðbundinn landbúnað og láta risaverksmiðjur framleiða gervimat í staðinn. Roberts er á samsettu myndinni að ofan með mynd af safaríkri buffsteik t.v. og svo merki COP27 loftslagsráðstefnunnar t.h. (mynd skjáskot Twitter, SVT, wikipedia).

Andspyrnan mikla í staðinn fyrir Endurræsinguna miklu

Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Malcolm Roberts, úr One Nation-flokknum, er kominn aftur. Nú heldur hann því meðal annars fram, að „lærisveinar World Economic Forum“ hafi laumað sér inn í öldungadeild Ástralíuþings. Hann telur að líta beri á stjórnmálamenn með tengsl við WEF sem þjóðaröryggisógn. Jafnframt lofar hann „að standa gegn stríðinu við landbúnaðinn.“ Samkvæmt Roberts er það sem er að gerast í heiminum núna tilraun milljarðamæringa til að „gera alla aðra fátækari.“

Malcolm Roberts, öldungadeildarþingmaður fyrir Queensland í Ástralíu, ræðst enn og aftur á glóbalistasamtökin World Economic Forum. Hann vill stöðva „Endurræsinguna miklu“ sem loftslagsglóbalistar vinna að og sjá andspyrnu í staðinn. Hann sagði á þingi:

„Í fyrri ræðu hvatti ég Ástralíu til að hafna „Endurræsingunni miklu“ og hefja þess í stað „Hina miklu andspyrnu.“ Það voru ekki tóm orð, segir hann á þingi. Roberts bendir á, að World Economic Forum státar sig opinberlega af því að laumast inn vestrænar stjórnir í gegnum „Unga alþjóða leiðtoga“ áætlun sína, þar sem það þjálfar stjórnmálamenn framtíðarinnar. Hann fullyrðir og segir það alvarlegt, að sumir af lærisveinum WEF eru í áströlsku öldungadeildinni og ríkisstjórninni. Hann segir það ofar skilningi sínum, að rannsókn á þjóðaröryggi hafi ekki enn verið sett af stað:

„Við eigum virkilega að skoða þetta miklu betur, miðað við þá samhæfingu á stefnunni, sem við sjáum hjá lærisveinum WEF eins og Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.“

Hnattræningjarnir baða í lúxus og breiða út fátækt um allan heim – ÓGEÐSLEGT!

„Flokkurinn Ein þjóð mun berjast gegn eignaflutningi frá venjulegum Ástralíubúum yfir til ránmilljarðamæringanna. Þetta var óumflýjanleg og vísvitandi afleiðing eyðslusamra ríkisútgjalda vegna covid.“

En flokkur Malcolm Roberts ætlar líka að reyna að stöðva aðra hluti:

„Við munum standa á móti afnámi kvenna í gegnum afkynjað tungumál, sem þurrkar út hugmyndina um konu og móður. Við munum ekki láta grafa undan fjölskyldunni.“

„Við munum berjast gegn því stríði, sem háð er gegn landbúnaði og reynir að eyðileggja fjölskyldubúskapinn og flytja matvælaframleiðsluna til fyrirtækja með öflugar verksmiðjur í þéttbýli, sem framleiða gerviefni sem líkjast mat, sem Ástralar eiga að borða á meðan elítan gleypir rautt kjöt og sjávarföng. Það gerðu þeir einmitt í síðustu viku á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP27 í Egyptalandi. Þeir böðuðu í lúxus á meðan þeir breiddu út fátækt. Ógeðslegt!“

Heyra má Malcolm Roberts gagnrýna WEF á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila