Þjóðverjar reiðir vegna árása hælisleitenda

nedanjardarlestÞýskaland nötrar eftir hrottalega árás sem framin var í neðanjarðarlestarstöðinni Schönleinstrasse hverfinu Kreuzberg í Berlín. Sjö ungir hælisleitendur hafa verið handteknir fyrir að hafa kveikt í 37 ára gömlum Pólverja sem lá og svaf á stöðinni. Einn lestarstjóri og nokkrir vegfarendur náðu að slökkva í klæðum mannsins áður en hann slasaðist alvarlega. Fréttastofan DPA segir að þeir sem grunaðir séu um verknaðinn séu allir hælisleitendur á aldrinum 15-21 árs gamlir og hefur atburðurinn orðið eins og olía á eld í umræðu um flóttamannavandamálin í Þýskalandi. Fyrir skömmu var önnur hrottafengin árás framin neðanjarðarlestastöð við Hermannstrasse, þegar ódæðismaður sparkaði skyndilega í bakið á 26 ára gamalli konu í rúllutröppu með þeim afleiðingum að konan féll niður á stöðvarpallinn og var flutt með brotinn handlegg á sjúkrahús. Mennirnir sem voru með ódæðismanninum horfðu upp á ódæðið og héldu áhyggjulausir áfram ferðum sínum án þess að reyna að koma konunni til bjargar. Lögreglan handtók skömmu fyrir jól manninn sem grunaður er um verknaðinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila