Thorkatla Halldórsdóttir í Noregi varar Íslendinga við

Thorkatla Halldórsdóttir skrifar:

Innrás inn á örsamfélag endar með skelfingu eins og má sjá í nágrannalöndum. Við erum með fáliðaðar lögreglu sveitir, óvopnaðar, og engan her. Nú er svo komið að þjófnaðir eru ekki rannsakaðir nema í undantekningartilfellum og það mun fara á sömu leið með líkamsárásir og nauðganir.

Enda fjöldi fólks hér á landi sem er á fölskum skilríkjum eða fer huldu höfði mánuðum saman. Sést best á fréttaflutningi af slíkum málum að lögreglan hefur misst tökin á glæpaliðinu.

Hér í Noregi er allt að fara niður á við með ógnarhraða; sænsku glæpagengin eru búin að festa rætur hér og þá aukast bílabrennur og sprenginar í blokkar byggingum og skotárásir á almannafæri. Vandi Norðmanna er bæði löng landamæri mót Svíþjóð og löng og flókin strandlína.

Þeir eiga erfitt með að halda uppí eftirliti en Íslendingar ættu að fara létt með eftirlit á landamærum ef vilji væri fyrir hendi. En æðsta ósk stjórnvalda virðist vera að hafa landið galopið fyrir hvaða lýð sem er og fara meira að segja i sérstaka leiðangra að sækja fólk með vafasama fortíð og skilríki. Guð hjálpi okkur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila