Þurftu að loka fyrir athugasemdir eftir heimsókn Zelenskís

„Gagnrýnum athugasemdum“ rigndi yfir sænska konungshúsið eftir að mynd af fundi Volodomyrs Zelenskys Úkraínuforseta og Svíakonungs var birt á Instagram síðu konungshússins. Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, hitti nokkra sænska tignarmenn, þar á meðal forsætisráðherra, flokksleiðtoga og konung og drottningu Svíþjóðar í ferð sinni til Svíþjóðar um síðustu helgi.

Konungshúsið birti nokkrar myndir frá þessum fundi á Instagram reikningi sínum. Sænska Dagbladet, SD, greinir frá því, að færslan hafi fengið meira en 750 athugasemdir. Í færslunni segir m.a.:

„Í dag tóku konungur og drottning á móti Volodymyr Zelensky forseta og eiginkonu hans, Olenu Zelenska, í Stenhammar-kastala. Á fundi þjóðhöfðingjanna tveggja fékk konungur ítarlegar upplýsingar um ástandið í landinu beint frá forsetanum.“

Samkvæmt SvD bárust rúmlega 750 athugasemdir við færsluna áður en athugasemdahlutanum var lokað vegna gagnrýni á Zelenskí. Í stað athugasemdanna má lesa:

„Engar athugasemdir ennþá.“

Í Sænska Dagblaðinu fullyrðir „sérfræðingur“ „tungumálið sem notað er í athugasemdunum sé algengt í rússneskum falsfréttaherferðum.“ Notuð voru orð eins og „skúrkur“ og „betlari.“ Skuldinni er skellt á „tröllin“ því það getur ekki verið venjulegt fólk sem gagnrýnir Zelenskí og það sem er að gerast í Úkraínu. Einn X notandi tístir hæðnislega:

„Líklega sami rússneski tröllaherinn og var að baki fartölvu Hunter Bidens“ sem er ein frægasta fartölva helvítis.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila