Þýsk stúlka heldur því fram að hún hafi fundið „sannanir“ um að hún sé Madeleine McCann

Þýska konan t.v. sem telur sig geta verið stúlkan Madeleine McCann t.h. sem hvarf 3 ára gömul í sumarferðalagi með foreldrunum í Portúgal 2007 (mynd skjáskot TikTok).

Þýsk kona, sem segist vera Madeleine McCann, hefur lagt fram „sannanir“ á Instagram. Notandi með notendanafnið @iammadeleinemcann heldur því fram, að hún sé týnda stúlkan frá Bretlandi, sem talið var að hafi verið rænt frá foreldrum sínum, Kate og Gerry McCann, í sumarferðalagi í Portúgal 3. maí 2007 þá aðeins þriggja ára gömul. Upprunalega lék grunur á að foreldrarnir væru viðriðin hvarf dótturinnar og ár 2020 sagði lögreglan í Þýskalandi að þýskur barnaníðingur væri grunaður um að hafa numið stúlkubarnið á brott. Engar sannanir hafa komið fram sem styrkja, hvað það var sem raunverulega gerðist.

Eitt af auðkennum er að mismunandi augnlitur var á augum Madeleine sem er eins á þýsku konunni.

Fékk að heyra hjá ömmu sinni að hún gæti verið Madeleine

Þýska konan heldur því fram á myndbandi, að hún telji sig geta verið Madeleine McCann eftir að amma hennar sagði, að hún gæti verið stúlkan „fyrir nokkrum mánuðum síðan.“ Í myndbandinu segir hún, að hún sé 21 árs gömul en telur að hún gæti verið allt niður í 13 ára gömul. Hún segist vera með freknur og bletti á sömu stöðum og Madeleine mcCann og að hún vilji fara í DNA próf. Hún biður um hjálp á Instagram við að komast í samband við foreldra sína, Kate og Gerry McCann. Hún segir að hún hafi reynt að hafa samband við lögreglu frá Bretlandi og Póllandi, sem hafi hunsað hana.

Á Instagram segir hún:

„Hjálpaðu mér, ég þarf að tala við Kate og Gerry McCann, ég held að ég geti verið Madeleine. Ég þarf DNA próf. Lögreglurannsóknarmenn frá Bretlandi og Póllandi reyna að hunsa mig. Ég mun segja sögu mína í færslum hér. Hjálpaðu mér.“

Miklar umræður á samfélagsmiðlum um að komast til botns í málinu

Miklar umræður hafa blossað upp á samfélagsmiðlum, þar dregin eru fram frekari auðkenni milli hennar og týndu stúlkunnar, m.a. með myndum af henni við hlið mynda af Madeline. Þótt málið sé hvorki sannað né afsannað hafa myndirnar aðallega á TikTok vakið athygli milljóna manna á örskömmum tíma. Eitt af myndböndum sem dreift er á TikTok, þar sem notendur hvetja til þess að konunni verði hjálpað að fá svör við því, hvort hún sé Madeleine McCann, fékk á örskömmum tíma 3,3 milljónir áhorf.

Meira má lesa um málið hér og hér

Sjá má myndband um málið hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila