Þýska ríkisstjórnin fjármagnar aðila sem taka upp flóttamenn á Miðjarðarhafi og flytja til Ítalíu

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er ævareið og krefjist svara af ríkisstjórn Þýskalands fyrir að fjármagna aðila s.k. „Non Government Organisations, NGO“ sem taka við flóttamönnum úti á opnu hafi og sigla með þá til Ítalíu og annarra staða í Evrópu. (Mynd t.v.: Italian Government, CC 3.0 IT. / Mynd t.h: Fabian Melber / Sea-Watch.org, CC 4.0)

Í vikunni bárust fréttir af því, að þýska ríkið styrki svokölluð félagasamtök sem helga sig því að sækja farandfólk í og ​​við Miðjarðarhafið til að koma þeim til ítalskra og evrópskra hafna. Þetta hefur vakið geysimikla athygli á Ítalíu og valdið uppnámi í ríkisstjórn landsins undir forystu Giorgia Meloni forsætisráðherra sem núna krefur skýringa þýsku ríkisstjórnarinnar.

„Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja frjáls félagasamtök sem vinna að því að aðstoða farandfólk sem kemur sjóleiðina til Ítalíu og þegar þeir eru komnir“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins við ANSA s.l. föstudag. Utanríkisráðuneytið veitir fjárhagsaðstoð samþykkta af þýska þinginu sem miðar að því að „styðja bæði borgaralega björgun á sjó og verkefni á landi fyrir fólk sem bjargað er á sjó.“

400-800 þúsund evrur

Fleiri umsóknir um stuðning hafa borist og í tveimur tilvikum hefur styrk þegar verið úthlutað. Hvert verkefni fær á milli 400.000 og 800.000 evrur í beinan fjárhagsstyrk frá þýska ríkinu. Fulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins fullyrðir: „Að bjarga fólki í sjávarháska er lagaleg, mannúðleg og siðferðileg skylda.“ Nokkur frjáls þýsk félagasamtök eru nú þegar með leitar- og björgunarleiðangra fyrir farandfólk á Miðjarðarhafi í samvinnu frá öðrum samtökum frá Frakklandi og Ítalíu.

Ítalska ríkisstjórnin kom á óvart

Ríkisstjórn Giorgia Meloni forsætisráðherra hefur takmarkað starfsemi frjálsra félagasamtaka með því að banna fleiri sjóbjörgunaraðgerðir og fyrirskipa skipum að fara með farandfólk til afskekktra hafna. Ítölsk yfirvöld lýsa „mikilli undrun“ á ákvörðun Þjóðverja. Heimildarmaðurinn segir við ANSA:

„Ítalska ríkisstjórnin mun þegar í stað hafa samband við þýsk yfirvöld og krefjast skýringa. Vonast er til að fréttirnar séu rangar, þar sem fjármögnun Þýskalands á starfsemi frjálsra félagasamtaka á ítölsku yfirráðasvæði væri alvarlegt frávik.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila