Tilgátur um hið dularfulla hvarf MH370

Yfir tíu ár eru liðin síðan malasíska farþegavélin frá Malasya Airlines hvarf á dularfullan hátt á flugi MH370 frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking. Hundruð tilgátna hafa verið settar fram og þrátt fyrir umfangsmikla leit m.a. á Indlandshafi sást hvorki tangur né tetur af vélinni eða neinu úr henni sem hefði átt að finnast fljótandi á hafinu, ef vélin hefði brotlent þar eins og talið er. Hér verður tekin fyrir ein tilgátan sem Time skrifaði um á sínum tíma, sem segir að vélin hafi alls ekki týnst, heldur verið tekin herfangi og neydd til að lenda á eyju sem CIA hefur til umráða.

Time greindi frá því, að Mahathir Mohamad, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hafi ásakað bandaríska leyniþjónustumenn um að hylma yfir það sem raunverulega gerðist. Hann fullyrti að CIA gæti hafa tekið yfir stjórnina á Boeing 777 vélinni, á flugi MHf370, sem hvarf 8. mars með 239 manns innanborðs. Jafnframt harmaði hann, að malasíska ríkisstjórnin heðfi komið af stað umfangsmikilli, dýrri og enn árangurslausri alþjóðlegri leit að flugvélinni. Mohamad skrifaði í bloggfærslu:

„Það sem fer upp verður að koma niður. Flugvélar geta lyft frá jörðu og flogið í langan tíma. En á endanum verða þær að koma niður…. Flugvélar hverfa ekki bara. Svo sannarlega ekki á okkar dögum með öll öflugu samskiptakerfin……“

Bandaríkjamenn neita að vélin hafi lent á eyjunni Diego Garcia

Breska Mirror greinir frá því, að talsmaður bandaríska sendiráðsins í Kuala Lumpur, Malasíu hafi opinberlega þurft að andmæla þeirri tilgátu að MH370 hafi verið flogið og lent á afskekktu eyjunni Diego Garcia, þar sem Bandaríkjamenn hafa bækistöðvar. Diego Garcia er um 3.500 km frá Malasíu. Sterkur orðrómur var um að CIA hefði hertekið flugvélina og neytt hana til að lenda á eyjunni. Leynd ríkir yfir athöfnum Bandaríkjamanna á eyjunni. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir engin sannleika vera í neinum slíkum vangaveltum. Hann sendi dagblaðinu Star í Malasíu tölvupóst:

„Það er ekkert sem bendir til þess að MH370 hafi flogið nálægt Maldíveyjum eða Diego Garcia. MH370 lenti ekki í Diego Garcia.“

Tölvupóstur barst frá starfsmanni IBM sem var um borð, 11 dögum eftir að vélin hvarf

Netmiðillinn „Afhjúpum Sannleikann“ Exposing the Truth, birti bréf sem sagt er að hafa fundist á spegluðum harðdiski eftir að reynt hafði verið að eyða upprunalegum skilaboðum. Í bréfinu sem sent er 19. mars 2014, ellefu dögum eftir að vélin hvarf, segir:

„Ég er í haldi óþekktra hermanna eftir að flug mitt var hertekið. Ég vinn fyrir IBM og tókst að fela farsímann minn á meðan hertakan fór fram á flugvélinni. Ég hef verið aðskilinn frá öðrum farþegum og ég er í fangaklefa. Ég heiti Philip Wood. Ég held líka að lyf hafi verið sett í mig, því ég get ekki hugsað skýrt.“

Á Wood að hafa tekist að taka og senda mynd með bundið fyrir augun og talið rekjanlegt, að myndin hafi verið send frá eyjunni Diego Garcia. Jay Carney blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að þetta væri kínverskur áróður og ekkert væri til í slíkum frásögnum. Borið saman við B-52H stríðsflugvélar Bandaríkjanna, sem hafa 56 metra vængbreidd og eru 49 metrar á lengd, þá er Boeing 777 mun stærri með 60,9m vængbreidd og er 73,9m löng. Engin skýli væru til á eyjunni sem gætu hýst farþegavél Malasyan Airlines og því ætti hún að sjást frá gervitunglum ef hún hefði lent á Diego Garcia.

Umrædd mynd er ekki sjáanleg við fyrstu leit á netinu. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið á TikTok um þessa kenningu:

Sjá nánar hér

@conspiracyworld_ The secret island of the CIA #fy #fyp #fypシ #fypviral #foryoupage #theory #conspiracy #cia #secret #island ♬ Creepy and simple horror background music(1070744) – howlingindicator
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila