Trump: „Biden teymir okkur að helförinni“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varar við því, að þriðja heimsstyrjöldin sé á leiðinni og varar við afleiðingum þess að hún brjótist út. Í lengri ræðu í gær hljómaði hann eins og „nokkurs konar öfug útgáfa af Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar“ að sögn Frjálsra tíma.

Í næstum tveggja klukkustunda ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna sakar Trump núverandi forseta Joe Biden um að kynda undir stríðinu í Úkraínu og leiða Bandaríkin beint í hyldýpið.

Trump skorar á þingið að hætta að fjármagna stöðugt stríðsrekstur um allan heim og hann segir að Repúblikanaflokknum hafi áður verið stjórnað af „glóbalistum og ofstopafylgjendum opinna landamæra“ sem hann telur að honum hafi tekist að breyta og vill ekki hverfa aftur til. Trump sagði m.a.:

„Fremst í forgangi er að stöðva fjármögnun dýrra og endalausra styrjalda. Við getum ekki haldið áfram að eyða hundruðum milljörðum dollara til að vernda fólk, sem líkar ekki einu sinni við okkur.“

Hann lofar að koma fljótlega á friði í Úkraínu vinni hann forsetakosningarnar 2024:

„Ég mun ljúka hörmulegu stríði milli Rússlands og Úkraínu áður en ég stíg fæti inn í hringlaga skrifstofuna.“

Hér að neðan má sjá tvo stutta myndbúta og þar fyrir neðan alla ræðu Donald Trumps á ráðstefnu Íhaldsmanna sem lauk í gær.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila