Trump: „Býð mig líklega fram aftur í næstu forsetakosningum“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti gaf á ný í skyn, að hann muni bjóða sig fram til forseta árið 2024. Á kosningafundi í Texas sagði Trump, að hann muni „líklega“ þurfa að bjóða sig fram aftur.

Þarf líklega að bjóða mig fram aftur“

S.l. laugardag hélt Donald Trump baráttufund í Robstown, Texas og sagði, að kosningasvindlið í forsetakosningunum 2020 hefði kostaði hann sigurinn:

„Ég bauð mig tvisvar sinnum fram. Ég vann tvisvar. Mér gekk miklu betur í seinna skiptið en í það fyrra.“

Trump benti á, að í kosningunum 2020 hafi hann fengið milljónir fleiri atkvæði en árið 2016 og hann telur að hann þurfi að bjóða sig aftur fram til forseta. Hann sagði skv. The Hill:

„Til að gera landið okkar farsælt, öruggt og frábært aftur mun ég líklega þurfa að endurtaka leikinn“

64% demókrata vill ekki sjá Biden aftur sem forsetaframbjóðanda flokksins

Trump hefur áður lýst því yfir, að hann kynni að bjóða sig fram í þriðja sinn til embættis forseta og ef svo verður árið 2024 eru þverrandi líkur á því, að hann mæti sitjandi forseta Joe Biden aftur. Líkurnar á því að Biden verði frambjóðandi demókrata 2024 minnka stöðugt og í skoðanakönnun í júlí í ár sögðu 64 % demókrata vilja ekki sjá hann í framboði aftur fyrir flokkinn.

Eftir ræðuna hylltu áhorfendur Trump og sungu „Við viljum Trump.“ Í könnun ár 2021 töldu 66 % repúblikana að Trump myndi bjóða sig fram aftur í næstu kosningum. Yfir þriðjungur allra Bandaríkjamanna vildi sjá Trump aftur sem forseta. Í nýrri könnun Harvard CAPS/Harris Poll kemur fram, að Donald Trump myndi vinna Joe Biden með 2%. Trump fengi 45 % atkvæða og Biden 43 %.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila