Trump er „hættulegasti núlifandi maður í heimi“

Fredrik Reinfeldt fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar hefur að nýju hafið óhróðursherferð gegn væntanlegum forsetaframbjóðenda repúblíkana og segir Donald Trump lifa í hliðarheimi og vera hættulegasta núlifandi mann á plánetunni. Foto: Copyright by World Economic Forum – swiss-image.ch/Photo Moritz Hager

Fv. forsætisráðherra Svíþjóðar nýttur til að gefa tóninn í nýrri herferð glóbalistanna gegn Donald Trump

Donald Trump gæti verið hættulegasti núlifandi maður heims um þessar mundir. Þetta fullyrðir fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og fv. leiðtogi Móderata Fredrik Reinfeldt í viðtali við Aftonbladet TV í dag. Segir hann Trump hafa gengið gegn Nató sem forseti Bandaríkjanna.

Fredrik Reinfeldt, fv. forsætisráðherra Svíþjóðar, er enn á ný kallaður til sem „sérfræðingur“ í fjölmiðlum til að útskýra fyrir fólkinu hvernig Bandaríkin og heimurinn virka. Niðurstaða hans er sú að Trump sé hættulegur. Hreint af „hættulegasti núlifandi maður í heimi.“

„Þetta er kannski hættulegasti maður heims á lífi, af þeirri einföldu ástæðu að hann á það til að leggja niður lýðræði eins og við þekkjum það í Bandaríkjunum. Hann styður ekki NATO og lýðræði gegn gerræðisstraumum í heiminum, heldur er sjálfur hluti gerræðislegrar birtingar.“

Trump að kenna, að Bandaríkjamenn treysta ekki kosningakerfinu til fullnustu

Að sögn Reinfeldt er það Trump að kenna, að kosningaúrslit skipta stöðugt minna máli í Bandaríkjunum, þar sem fólk veltir því fyrir sér, hvort kosningarnar séu í raun og veru rétt framkvæmdar. Auk þess fylgir Trump stefnu sem einangrar Bandaríkin sífellt meira í heiminum. Trump velur alltaf „einræðið sem vin og lýðræðið sem óvin“ segir Reinfeldt, það er afar hættuleg þróun.

Auk þess er Donald Trump með „valkosta raunveruleikaskynjun“ sem hann deilir með stuðningsmönnum sínum og skekkist stöðugt. Ef Trump tekst að ná völdum í Bandaríkjunum aftur væri það „mjög hættulegt“ fyrir allan heiminn, segir Reinfeldt í Aftonbladet. Þess vegna eru milliþingskosningarnar kosningarnar svo mikilvægar. Það er lýðræðið sem er í húfi, fullyrðir fyrrverandi leiðtogi Móderata.

Í október hélt Reinfeldt því fram, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti búi við „valkostaveruleika sem byggir ekki á staðreyndum eða raunveruleika.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila