Trump eykur forskot sitt á Biden

Donald Trump hefur aukið forskot sitt á Joe Biden forseta síðasta mánuðinn í kosningabaráttu þeirra fyrir árið 2024, sýnir ný skoðanakönnun.

Könnun Rasmussen Reports sem birt var á föstudag leiddi í ljós að í þríhliða keppni milli Biden, Trump og Robert F. Kennedy Jr. myndu 46% mögulegra bandarískra kjósenda velja Trump, 36% myndu kjósa Biden og 9% myndu styðja Kennedy Jr.

Meðal fimm frambjóðenda, þ.á.m. frambjóðanda Græna flokksins, Jill Stein, og Cornel West, fyrrverandi prófessor við Harvard, sögðust 48% myndu kjósa Trump, 36% Biden, 8% Kennedy Jr., og 1% bæði West og Stein.

Í apríl leiddi Trump Biden með 6 prósentustigum, 44% á móti 38%, og 10% söðgust ætla að kjósa Kennedy Jr., samkvæmt Rasmussen Reports.

Könnun Rasmussen Reports má sjá hér:

https://www.rasmussenreports.com/public_content/politics/biden_administration/election_2024_trump_now_10_over_biden

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila