Trump lofar að rannsaka lyfjarisana – sér skelfilega sjúkdómsþróun í Bandaríkjunum

Heilsufar bandarísku þjóðarinnar fer sífellt versnandi. Donald Trump varar við því núna og segir, að ef hann verður forseti aftur muni hann rannsaka hvað er í gangi.

Frambjóðandi til forsetaefnis repúblikana, Donald Trump, fékk upphaflega harða gagnrýni stuðningsmanna fyrir stuðning sinn við Covid-bóluefnin. Núna sendir Trump frá sér þau skilaboð að athuga verði lyfjaiðnaðinn (sjá myndband að neðan).

Óútskýranleg og skelfileg aukning á langvinnum sjúkdómum – hvað er eiginlega í gangi?

Ef hann verður aftur kjörinn forseti, þá lofar hann að láta rannsaka lyfjarisana. Hann segir á myndbandi:

„Á undanförnum áratugum hefur orðið óútskýranleg og skelfileg aukning á tíðni langvinnra sjúkdóma og heilsufarsvandamála, sérstaklega hjá börnum. Við höfum séð ótrúlega aukningu á einhverfu, sjálfsofnæmissjúkdómum, offitu, ófrjósemi, alvarlegu ofnæmi og öndunarerfiðleikum. Það er kominn tími til að spyrja hvað sé í gangi. Er það maturinn sem þau borða? Umhverfið sem við búum í? Ofneysla ákveðinna lyfja? Eru það eitur og efni á heimilum okkar?“

Ef gróðinn er framar heilsu fólks þá verður að draga lyfjarisana til ábyrgðar

Í stað þess að eyða hundruðum milljarða dollara árlega í að meðhöndla þessi langvarandi vandamál ættu menn að rannsaka hvað veldur þeim telur fyrrverandi forsetinn.

„Allt of oft eru lýðheilsustofnanir okkar of nálægt lyfjarisunum sem græða mikið. Þessi öfl vilja ekki spyrja réttu spurninganna. Ef Big Pharma blekkir sjúklinga og skattgreiðendur og forgangsraðar hagnaði fram yfir fólk, þá verður að rannsaka þá og draga þá til ábyrgðar. Þegar ég kem aftur í Hvíta húsið, þá mun ég stofna sérstaka forsetanefnd með sjálfstæðu fólki sem er ekki keypt og borgað af Big Pharma.“

Bandarískar fjölskyldur eiga það skilið að eitthvað verði gert í málunum – ég mun gera það sem forseti

„Ég mun gefa þeim það verkefni að rannsaka hvað veldur þessari áratugalanga aukningu á langvinnum sjúkdómum. Ég skil lyfjarisana meira en margur annar. Ég veit hvaðan þeir koma. Síðan verða birtar ráðleggingar um hvernig hvert amerískt barn geti átt örugga og heilbrigða æsku. Þetta er samtal sem er löngu tímabært og það er samtal sem bandarískar fjölskyldur eiga skilið. Bandarískar fjölskyldur þurfa að eiga þetta samtal og þær þurfa að hafa leiðtoga, forseta, sem getur gert eitthvað í þessum vanda. Ég mun gera það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila