Trump með mikið forskot á Biden


Öll mál sem dómsmálaráðuneyti Joe Biden höfðar gegn keppinautnum Donald Trump virðast hafa þveröfug áhrif. Núna hefur Trump mjög sterka forystu gegn sitjandi forseta fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá ABC News/Washington Post (sjá pdf skjal að neðan) tekur Donald Trump nú tveggja stafa forystu með heilum 52% á móti 42% Joe Biden meðal skráðra kjósenda. Könnunin er vægast sagt dapurleg lesning fyrir Hvíta húsið. Aðeins 37% aðspurðra telja, að Joe Biden standi sig vel og þrír af hverjum fjórum telja, að hinn 80 ára forseti sé of gamall til að bjóða sig fram í annað kjörtímabil.

Taktík Biden-stjórnarinnar hefur verið sú að koma með ákærur á stjórnarandstöðuleiðtogann Trump í miðri yfirstandandi kosningabaráttu, þar sem hann er meðal annars sakaður um að hafa framið glæpi með því að efast um kosningaúrslitin 2020.

Donald Trump hefur meðal annars lofað að koma á skjótum friðsamlegum endalokum stríðsins í Úkraínu, sem hræðir andstæðingana sem vilja að stríðið haldi áfram og Rússlandi verði komið á kné.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila