Trump segir kosningasvik í kosningu til öldungadeildarinnar í Arizona – krefst endurkjörs

Donald Trump í ræðustól á einum af fjölmörgum fundum Maga-hreyfingarinnar (mynd skjáskot Youtube).

Krefst endurkjörs í Arizona

Fyrrverandi forseti Donald Trump segir meint kosningasvik hafa átt sér stað í kosningum til öldungadeildarinnar í Arizona og krefst þess að kosningin verði endurtekin. Yfirlýsinguna gaf hann eftir að Associated Press og aðrir fjölmiðlar lýstu yfir sigri Mark Kelly demókrata yfir repúblikananum Blake Masters.

Að sögn The Epoch Times sagði Trump í færslu á Truth Social að „mögulega spilltir“ embættismenn hefðu „misst tökin á flekkuðu kosningunum í Arizona.“ Hann skrifaði:

„Þetta er svindl og kjósendasvik, ekkert öðruvísi en að troða í kjörkassana. Þeir stálu kosningunni af Blake Masters. Látið fara fram kosningar að nýju!“

Trump benti á vandamál við talningu atkvæða í Maricopa-sýslu, sem er sú fjölmennasta í Arizona.

Trump sagði í yfirlýsingu sinni að vegna vandamálanna í Maricopa-sýslu hafi „fólk neyðst til að bíða í marga klukkutíma, síðan orðið örmagna eða haft annað að gera og þúsundir hefðu hætt við að kjósa.“

Kelly hefur lýst yfir sigri á meðan Masters hefur ekki játað sig sigraðan, þar sem repúblikaninn sagði í yfirlýsingu seint á föstudag að það ætti eftir að telja „hundruð þúsunda“ atkvæða, sem hann telur að flestir styðja repúblikana og að „við munum fá þau og vinna kosninguna“.“

Þá eru gríðarlega miklar umræður um hugsanlegt kosningasvindl í kjöri fylkisstjórans í Arizona en yfir 70% fleiri atkvæðakassar hafa „fundist“ núna en í kosningunum 2020. Ekki er talið að talningu ljúki fyrr en í kvöld eða næstu daga. Katie Hobbs leiðir samkvæmt talningunni eins og er en það sem skyggir á er að talningavélar tóku aðeins við 70% atkvæðaseðla og skiluðu 30% til baka sem átti að telja síðar en var blandað saman við við þegar talin atkvæði.

Hér að neðan má sjá ummæli fólks um kosningarnar:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila