Trump stefnir að sigri í forkosningum repúblikana

Donald Trump hefur forskot langt umfram aðra forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins samkvæmt skoðanakönnunum fyrir prófkjör repúblikana. Aðalkeppandinn, Ron DeSantis, er langt á eftir.

DeSantis, sem er talinn helsti áskorandi Trump um að verða forsetaefni repúblikana í kosningunum 2024, er langt á eftir samkvæmt skoðanakönnunum. Trump er í sterkri forystu og í augnablikinu lítur út fyrir að hann muni sigra í forkosningunum með auðveldum hætti.

DeSantis hefur lengi verið talinn sá sem hefur mesta möguleika til að ögra og sigra Trump í forkosningum repúblikana.

Repúblikanar: Trump leiðir með 49%, DeSantis með 19%

Samkvæmt Big Data Poll (sjá tíst að neðan) nær hann ekki einu sinni meirihluta í Flórída, þar sem hann er ríkisstjóri. Trump leiðir með heil 52,5% á móti DeSantis sem fær 32,6% í Flórída. Samkvæmt innlendri könnun Interactiv Polls (sjá tíst að neðan) er Trump í forystu með 49%, DeSantis með 19% og Mike Pence fv. varaforseti með 9% í forkosningum repúblikana.

Rétttrúnaðarelítan hefur gert ýmsar tilraunir til að koma í veg fyrir að Trump, fyrrverandi forseti, bjóði sig fram í kosningunum 2024. Meðal annars tvær tilraunir til að fá hann felldan í ríkisrétti sem báðar mistókust. Hins vegar tókst þeim eftir mikið brölt fram og til baka að fá hann dæmdan fyrir kynferðislega áreitni, í réttarhöldum þar sem Jean Carroll sakaði Trump um atburð sem átti að hafa gerst árið 1996. Í viðtali við CNN (sjá tíst að neðan) eftir réttarhöldin kom það fram, að sjálf virtist hún ekki trúa því, að hún hafi verið fórnarlamb og sagði einnig að nauðgun væri „kynþokkafull.“ Trump var felldur einungis á vitnisburði Carrolls og engu öðru og telja margir að um pólitísk réttarhöld væri að ræða. Talið er að þetta hafi styrkt ímynd Trumps sem keppinaut við elítu, sem gerir allt til að reyna að stöðva hann.

Demókratar: Biden leiðir með 60%, Robert F. Kennedy Jr. með 20%

Á sama tíma á sitjandi forseti, Joe Biden, í miklum vandræðum með traust bandarískra kjósenda. Skv. skoðanakönnun FiveThirtyEight Project bera 54,9% ekki traust til hans og aðeins 40,7% bera traust til sitjandi forseta. Samkvæmt skoðanakönnun sem SSR gerði fyrir hönd CNN hefur Joe Biden algjöra forystu í forkosningum demókrata með 60% fylgis og næstur á eftir honum er Robert F. Kennedy Jr. með 20% fylgi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila