Trump telur ekki að neinn af öðrum frambjóðendum repbúblikana dugi sem varaforseti

Donald Trump, fyrrverandi forseti, telur ekki að hann muni velja neinn af meðframbjóðendum sínum sem varaforsetaefni fyrir árið 2024. Trump segir aðra forsetaframbjóðendur repúblikana vera að „leita sér vinnu.“

Donald Trump lét þessi ummæli falla í ræðu í Michigan á miðvikudag, þegar hann ávarpaði verkamenn m.a.í bílaiðnaðinum sem eru í verkfalli. Trump sagði:

„Við erum að keppa við starfsumsækjendur, þeir eru allir að leita sér að vinnu… þeir munu vinna við hvað sem er, ritarastörf eða eitthvað, þeir segja jafnvel störf varaforseta. Sér nokkur varaforseta í hópnum? Ég held ekki.“

Trump mætti á hvorugan kappræðufund forsetaframbjóðenda repúblikanaflokksins og gefur í skyn að það sé óþarfi vegna gífurlegrar forystu hans umfram aðra keppendur. Flestar skoðanakannanir benda til þess að hann vinni alla hina frambjóðendurna með að minnsta kosti 40% yfirburði.

Frekari umræðufundir óþarfir

Chris LaCivita, ráðgjafi Trumps fyrrverandi forseta, hefur hvatt landsnefnd repúblikana til að ljúka umræðunum svo Trump geti einbeitt sér að stjórnmálaandstæðingi sínum Biden. LaCivita sagði í yfirlýsingu eftir kappræður vikunnar:

„Kappræðurnar í kvöld voru jafn leiðinlegar og ómarkvissar og fyrstu kappræðurnar og ekkert sem var sagt mun breyta forvalskeppninni, þar sem Trump forseti hefur yfirburði yfir alla aðra. Trump forseti hefur 40-50 % forskot í forkosningunum og 10% forskot á Joe Biden í almennum kosningum og það er ljóst að einungis Trump forseti getur sigrað Biden. Landsnefnd repúblikana ætti þegar í stað að ljúka frekari kappræðum frambjóðenda svo við getum beint kröftum okkar gegn svindlaranum Joe Biden og hætt að sóa tíma og peningum sem hægt er að nota í staðinn til að koma Biden úr Hvíta húsinu.“

Ekki er búist við að Trump taki þátt í þriðju kappræðunum sem áætlaðar eru 8. nóvember í Miami.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila