Trump um trúnaðarskjölin á einkaskrifstofu Biden: „Hversu miklu meiri upplýsingar hefur Kína fengið?

Joe Biden og Xi Jinping eru sagðir hinir mestu mátar enda greiddi Kína yfir 50 milljónir dollara til „hugveitu“ Biden sem hann stofnaði skömmu fyrir forsetaframboð.

Hugveitan var fjármögnuð af Kína – einungis forsetinn getur aflétt leynd af trúnaðarskjölum

Tengsl Joe Biden við Kína eru mikill hagsmunaárekstrar fyrir Bandaríkin. Donald Trump segir á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, til að leyniskjölin sem fundust í Penn Biden miðstöðinni tengist Kína. Trump skrifar:

„Upphæðin sem Biden-hugveitan fékk frá Kína voru 54 milljónir dollarar. Þetta eru miklir peningar. Þeir sáu leyniskjölin! Hversu miklar frekari upplýsingar hefur Kína fengið afhentar?“

„Vá! Hugveita Biden er fjármögnuð af KÍNA!!! Varaforsetinn getur heldur ekki aflétt leynd af skjölum, sem falla undir alríkisskrárlögin, sem eru sakamál og MIKLU HARÐARI en forsetalögin, sem eru EKKI sakamál. Forseti, ég, getur aflétt leynd. Hversu miklar frekari upplýsingar hefur Kína fengið afhentar?“

Penn Biden Center er tengt háskólanum í Pennsylvaníu. Milljónir hafa verið gefnar frá Kína til háskólans í Pennsylvaníu. Milli 2014 og 2019 fóru 54,6 milljónir dollara frá Kína til háskólans – flest þessara framlaga komu eftir að tilkynnt var um stofnun Biden Center. Mörg þessara framlaga voru „nafnlaus.“

Eftirlitsmaður stjórnvalda krefst að sami lögfræðingur og rannsakar Hunter Biden rannsaki peningagreiðslurnar frá Kína til Joe Biden, þegar hann var varaforseti

The New York Post greindi frá (2022):

Eftirlitsmaður stjórnvalda krefst þess, að bandaríski lögfræðingurinn, sem rannsakar Hunter Biden í Delaware, rannsaki tugi milljóna í nafnlausum framlögum frá Kína til háskólans í Pennsylvaníu, þar sem fræðasetur er nefnt eftir föður hans, Biden forseta.

Ivy League háskólinn rakaði inn samtals 54,6 milljónum dollara frá 2014 fram að júlí 2019 í framlögum frá Kína, þar á meðal 23,1 milljón dala í nafnlausum gjöfum frá og með 2016, samkvæmt opinberum gögnum.

Flest nafnlausu framlögin komu eftir að háskólinn tilkynnti í febrúar 2017, að hann myndi stofna Penn Biden Center for diplómatíu og þátttöku í heimsmálum. Kjörtímabili Joe Biden var nýlokið sem varaforseta og átti hann að leiða miðstöðina og var einnig titlaður prófessor við háskólann.

2017 tók Ivy League háskólinn á móti 15,8 milljónum í gjöfum frá Kína, þar af eina gjöf upp á 14,5 milljónir dollara.

Sá Kína þessi skjöl?l

Hér að neðan má sjá myndband með nýrri frétt, eftir að fleiri trúnaðarskjöl hafa fundist frá Biden, þrátt fyrir að lögfræðingar hans hafa gert allt til þess að leita að, finna og fela hugsanlega fleiri skjöl:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila