Trump varar við að átökin í Úkraínu gætu leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar – segir það ekki myndi gerast ef hann væri enn forseti

Donald Trump, fyrrverandi forseti, varar við því að átök Rússlands og Úkraínu gætu leitt til upphafs þriðju heimsstyrjaldarinnar. Í færslu á Truth Social fjallaði Trump um, að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hótaði að beita kjarnorkuvopnum. Fullyrti Trump, að átökin hefðu aldrei átt sér stað, ef hann væri enn forseti.

Pútín hótar að grípa til kjarnorkuvopna

Pútín kenndi Vesturlöndum um að útvega Úkraínu vopn og hermenn. Hann hélt því einnig fram, að Atlantshafsbandalagið hafi samþykkt að nota kjarnorkuvopn á Rússland, þó hann hafi ekki lagt fram nein sönnunargögn um slíka stefnu. Pútín sagði í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar á miðvikudag:

„Rússland mun nota öll þau tæki sem eru til umráða til að vinna gegn aðsteðjandi ógn gegn landhelgi landsins – þetta er ekkert plat.“

Pútín beindi máli sínu til NATO og sagði:

„Ég vil minna þá á, sem leyfa sér slíkar yfirlýsingar, að Rússland hefur líka margar tegundir eyðingarvopna, sem í sumum tilfellum eru nútímalegri en til eru í NATO-ríkjunum.”

Ástandið núna gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar

Trump svaraði ræðunni með því að segja:

„Pútín Rússlandsforseti hótar núna með notkun kjarnorkuvopna og segir „Þetta er ekkert plat. Úkraínudeilan hefði aldrei átt að gerast og hefðu ekki gerst ef ég væri forseti. En eins og ég hef tekið mjög skýrt fram í nokkuð langan tíma, þá gæti þetta endað núna með þriðja heimsstyrjöldinni.“

Joe Biden sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag, að Rússar brytu í bága við stofnskrá samtakanna:

„Við skulum tala hreint út: fastur fulltrúi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna réðst inn í nágrannaríki sitt, reyndi að eyða fullvalda ríki af kortinu. Rússar hafa blygðunarlaust brotið gegn meginreglum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem ekkert er mikilvægara en hið skýra bann við því, að ríki taki land nágranna sinna með valdi.“

„Sama hvað annað er að gerast í heiminum, Bandaríkin eru tilbúin til að grípa til mikilvægra vopnaeftirlitsaðgerða. Það er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð og það má aldrei heyja það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila