Trump: „Verðum aldrei aftur flokkur Paul Ryan, Karl Rove og Jeb Bush“

Donald Trump fv. forseti var aðalræðumaður á árlegu þingi íhaldsmanna sem að þessu sinni var haldið í Washington. Hann gagnrýndi s.k. RINO harðlega en RINO er skammstöfun á „Republicans In Name Only“ eða repúblikanar einungis að nafni til.

Trump sagðist ætla að losa flokkinn við slík áhrif. Fyrr um daginn hlaut hann 62% fylgi sem forsetaefni repúblikanaflokksins í skoðanakönnun íhaldsmanna. Ron DeSantis lenti í öðru sæti með 20% fylgi. Trump sagði í ræðunni sbr. myndbút neðar á síðunni:

„Þegar við byrjuðum þessa ferð sem hefur ferð engri annarra líkri. Það hefur aldrei verið neitt til þessu líkt. Við vorum með Repúblikanaflokk sem var stjórnað af viðundrum, nýbyrjendum, glóbalistum, ofstækisfullum fylgjendum opinna landamæra og fíflum. Við förum aldrei aftur til baka til flokksins með Paul Ryan, Karl Rove og Jeb Bush.“

62% studdu Trump sem forsetaefni repúblikana

Trump forseti sigraði í skoðanakönnun íhaldsmanna sem forsetaefni repúblikana með 62% fylgi. Fox News greinir frá því, að Trump verð efstur í skoðanakönnun „Conservative Political Action Conference“ CPAC sem forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins ár 2024. Trump hlaut 62% fylgi í könnuninni, sem tilkynnt var skömmu áður en hann hélt ræðuna. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, varð í öðru sæti með 20% stuðning. Perry Johnson, kaupsýslumaður, varð í þriðja sætið með 5% fylgi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila