Tugir landa vilja vera með í BRICS

BRICS stendur fyrir alþjóða efnahagssamstarf Brasilíu, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríku. Frá vinstri: Xi Jingping aðalritari kommúnistaflokks Kína, Vladimir Putin forseti Rússlands, Jair Bolsonaro forseti Brasilíu, Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku.

Nærri 20 lönd standa núna í biðröð til að taka þátt í efnahagssamstarfi Brics landa, sem keppa við ofurvald Bandaríkjanna og dollarsins.

Swebbtv greinir frá. Að sögn Sergey Ryabkov aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sækjast um 20 lönd eftir því að hefja samstarf við svo kallaðan BRICS-hóp. BRICS stendur fyrir Brasilíu, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríku og er efnahagslegt samstarf um að taka upp eigið viðskiptakerfi og gjaldmiðil í stað dollarans.

Áhald Vesturlanda á rússneskum eigum hræðir þjóðir frá núverandi alþjóða viðskiptakerfi

Að sögn Ryabkov „biðja“ lönd í arabaheiminum og Asíu-Kyrrahafssvæðinu um að vera með:

„Listinn yfir umsækjendur til að taka þátt í samstarfinu heldur áfram að stækka. Fjöldi ríkja sem óska ​​eftir aðild er að nálgast 20. Það endurspeglar þegar vaxandi, mikilvægt hlutverk BRICS á alþjóðavettvangi sem samband landa í svipaðri stöðu. Ég vil leggja áherslu á þetta.“

Samkvæmt Ryabkov þá fjallar BRICS um samstarf sem ekki byggir á forystureglu, þ.e.a.s. þar sem eitt land ræður, heldur á samstöðu milli aðildarríkjanna. Eftir stríðið í Úkraínu og árásargjarnar refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi hafa önnur ríki byrjað að byggja upp eigið alþjóðlegt efnahagskerfi samhliða því sem hefur viðgengist. Vesturlönd reyna jafnframt að leggja hald á rússneskar eignir, sem hræðir aðrar þjóðir. Þeir sem ekki hlýða geta búist við því að fá sömu meðhöndlun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila