Tveimur piltum nauðgað og misþyrmt heila nótt og átti að grafa lifandi fyrir að neita að kaupa eiturlyf

Ofbeldið þrífst í Svíþjóð og tekur á sig allt öfgafyllra form. Mikið hefur verið rætt um ódæði í Stokkhólmi um síðustu helgi er tveimur unglingspiltum undir lögaldri var nauðgað og misþyrmt í 10 tíma í kirkjugarði í Solna og skildir eftir afklæddir í tveimur gröfum til að deyja. Samkvæmt heimildum Aftonbladet vinnur lögreglan eftir þeirri kenningu að fórnarlömbin hafi verið valin af tilviljun og ódæðismennirnir reynt að selja þeim eiturlyf. Þegar piltarnir höfnuðu boðinu voru þeir neyddir inn í kirkjugarð í nágrenninu og voru þar pyndaðir frá fyrir kl 11 á laugardagskvöldi fram til hálf níu sunnudagsmorgun eða samtals í tíu tíma stanslausan hrylling.

Vegfarandi tók eftir pyndingunum og hringdi í lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Tókst lögreglunni að hafa upp á ódæðismönnunum sem voru tveir alræmdir ofbeldismenn annar frá Íran 21 árs gamall sem kom sem barn til Svíþjóðar og hinn 18 ára sonur innflytjenda frá Túnís sem komst í hendur yfirvalda 12 ára gamall. Báðir eru yfirvöldum vel kunnir og á Íraninn að sitja í fangelsi fyrir morðíkveikju en honum var sleppt úr haldi.

Átti að grafa þá lifandi

Fórnarlömbin, drengir undir lögaldri, voru rændir, barðir og einnig nauðgað. Að sögn saksóknara sem Aftonbladet talaði við voru þeir meðal annars hnífstungnir á fótum til að geta ekki flúið. Önnur tól til pyndingar voru einnig notuð. Neyddust fórnarlömbin til að afklæðast og undir dauðahótun fara í holur í jörðinni og byrjað að moka mold yfir þá til að grafa þá lifandi. Lögreglan segir drengina hafa verið aðframkomna en við meðvitund, þegar þeir fundust og þeir fluttir á sjúkrahús.

Ódæðismennirnir sem lögreglan handtók voru með eigur piltanna í vösunum svo sönnunargögn virðast næg.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila