Twitter ritskoðar allt efni frá The Epoch Times

Twitter ritskoðar allt efni frá Epoch Times án skýringa í anda kínverskra kommúnista. Öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio segir að „twitter verður að útskýra þessa svívirðilegu ritskoðun.“ Stofnendur The Epoch Times eru útlægir Kínverjar sem m.a. eru í stjórnarandstöðu við Kommúnistaflokk Kína. Hvíta húsið hefur ráðið til sín yfirmenn netrisanna og vinnur með þeim að ritskoðun stjórnmálaandstæðinga demókrata í nafni „hatursumræðu.“

Twitter ritskoðar bandaríska fjölmiðla en leyfir kínverska kommúnistaflokknum óhindrað að spú áróðri um allan heim

Frá og með 28. júlí stöðvaði twitter allar deilingar frá The Epoch Times. Kemur upp viðvörun við allar tengingar til The Epoch Times „Viðvörun: þessi hlekkur getur verið óöruggur“ ​​og eru notendur sendir aftur á fyrri síðu.

„Hlekkurinn sem þú ert að reyna að fylgja hefur verið auðkenndur af Twitter eða samstarfsaðilum okkar sem hugsanlegur ruslpóstur eða óörugg slóð“ segir í viðvöruninni og vitnað er í stefnu twitters.

Í tilkynningunni sagði að hlekkurinn gæti fallið í hvaða fjóra flokka sem er: „illgjarn hlekkur sem gæti stolið persónulegum upplýsingum eða skaðað rafeindatæki“; „ruslpóststenglar sem villa um fyrir fólki eða trufla upplifun þess“; „ofbeldisfullt eða villandi efni sem gæti leitt til raunverulegs skaða,“ eða efni sem „ef það er sett beint á Twitter er brot á Twitter reglum.“

Twitter hefur ekki svarað mörgum beiðnum frá Epoch Times um skýringar. Ef farið er neðst á viðvörunarsíðuna er hægt að komast áfram til The Epoch Times ef smellt er á orðið „framhald“ sem fæstir sjá. Helstu kínverskir ríkisfjölmiðlar fá óhindrað að birta og deila áróðri sínum á twitter.

Ron Johnson

Þingmenn repúblikana segja ritskoðun Twitter vera ógnvekjandi

Þingmenn repúblikana segja ritskoðun Twitters vera ógnvekjandi. Öldungadeildarþingmaður repúblikana og varaformaður upplýsinganefndar þingsins, Marco Rubio frá Flórída, ásakaði Twitter fyrir að loka á alla tengla á vefsíðu Epoch Times:

„Twitter lokar á alla tengla á @EpochTimes, þar á meðal sögu um eftirlifendur mansals og merkir þá sem „ruslpóst“ og „óöruggan póst.“ Twitter verður að útskýra þessa svívirðilegu ritskoðun.“.

Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson, repúblikani og meðlimur stöðugrar rannsóknarnefndar þingsins, segir aðgerðir Twitter „ógnvekjandi“:

„Twitter er að ritskoða @EpochTimes í skjóli „óöryggis.“ Munið hvað gerðist síðast þegar netrisar og risafjölmiðlar reyndu að ritskoða rannsókn mína á spillingarmálum Hunter Bidens? Sannleikurinn sigrar alltaf að lokum.

Komst lifandi frá mansali og Twitter ritskoðaði frásögn hennar

Eliza Bleu

Meðal þeirra fyrstu, sem lentu í lokun Twitter var Eliza Bleu, sem komst lifandi frá mansali. Bleu sagði frá því, hvernig ofbeldismenn hefðu notfært sér og níðst á veikleikum hennar í viðtali sem birtist skömmu eftir að Twitter lokaði á The Epoch Times.

Bleu reyndi að endurbirta hlekkinn eftir að hafa horft á viðtalið en komst að því sér til skelfingar, að hún „gat ekki einu sinni smellt á hlekkinn.“ Hún segir við The Epoch Times:

„Ég er frekar vonsvikin yfir því að viðtalshlekkurinn hafi verið merktur sem óöruggur, því hann er ekkert hættulegur. Hver sem horfir á viðtalið getur sagt að það sé frekar fræðandi. Ég var ekki að tala um neitt sem ekki var satt. Ég var bara að reyna að upplýsa og vekja athygli á málinu.“

The Epoch Times var stofnað ár 2000 af kínverskum Bandaríkjamönnum sem höfðu flúið Kommúnista-Kína

Epoch Times var stofnað árið 2000 af kínverskum Bandaríkjamönnum sem flúðu kommúnista-Kína og reyndu að skapa óháðan fjölmiðil til að koma óritskoðuðum og sönnum upplýsingum til umheimsins.

Að minnsta kosti 10 starfsmenn Epoch Times voru handteknir það ár í Kína og sat aðalritstjóri miðilsins áratug í fangelsi. Fjölmiðillinn, sem er staðsettur fyrir utan Kína, hefur verið stöðugt skotmark árása frá kínversku stjórninni undanfarna tvo áratugi. Prentsmiðja Hong Kong útgáfu The Epoch Times hefur orðið fyrir ofbeldisfullum innbrotum m.a. íkveikju í tilraunum kínverska kommúnistaflokksins til að hræða útgefendur blaðsins sem Útvarp Saga greindi frá. Eins og sjá má á mörgum fréttum Útvarps Sögu hefur The Epoch Times iðulega verið verið fréttaheimild okkar enda er fjölmiðilinn með þeim áreiðanlegustu í heimi og ætið með mikið af gögnum til að styðja fréttir sínar. Miðillinn er birtur á fjölmörgum tungumálum víða um heim m.a. í Svíþjóð. Ríkisstjórn Bandaríkjanna fordæmdi opinberlega árás á fréttamann The Epoch Times í Hong Kong.

Sjá meira hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila