„Úkraína er leikfang Bandaríkjanna“ – þannig hefur deilan magnast

Átökin í Úkraínu ná mörg ár aftur í tímann og hafa Bandaríkin og NATO haft mikil áhrif á alla atburðarásina. Þetta segir Stig Berglund, varnar- og utanríkismálaskýrandi í viðtali við sænska Swebbtv. Bandaríkin fögnuðu valdaráninu í Úkraínu árið 2014 og voru til og með á staðnum. Á sama tíma hefur Úkraína ekki viljað semja. Landið vill gerast aðili að NATO, sem Rússar munu ekki samþykkja undir neinum kringumstæðum. Og núverandi stríð eykur verulega á orkukreppuna í Evrópu.

Hvað er eiginlega á bak við stríðið í Úkraínu?

Að sögn Stig Berglund ná átökin langt aftur í tímann, ekki síst til ársins 2008 þegar NATO lýsti því yfir með svokallaðri Búkarest-yfirlýsingu sinni að nágrannaríki Rússlands, Georgía og Úkraína, væru umsóknarríki að NATO. Síðan fylgdi stríðið í Georgíu.

– Svo voru ýmis loforð frá NATO, um að fara ekki lengur austur. Bandaríkin hafa gífurleg áhrif á það sem gert er og sagt í Úkraínu og stjórna ástandinu sér til hagsbóta.

– Árið 2013 vildi Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti Úkraínu, ekki lenda í klemmunni og neyðast inn í samband við ESB. Hann sagði nei við því. Það leiddi til kröfugangna og Maidan-mótmælanna, sem enduðu með valdaráni og Janúkóvitsj neyddist á flótta. Bandarískir diplómatar tóku þátt í valdaráninu á Maidantorginu.

– Eftir það hafa Rússar verið reiðir og vonsviknir á Bandaríkjunum. Úkraína hefur verið leikfang Bandaríkjanna frekar en Evrópu.

Rússar munu aldrei samþykkja að Úkraína gangi í NATO

– Rússneska boðorðið er að fá fjarlægð frá landamærunum, útskýrir hann og segir, að Rússum hafi lengi fundist þeir hunsaðir.

Annað sem skapar sterkar tilfinningar, er að Hunter Biden sonur núverandi forseta Bandaríkjanna og fyrrverandi varaforseta Joe Biden, árið 2014, fékk ábatasama stöðu í stjórn stærsta gasfyrirtækis Úkraínu Burisma eftir valdaránið.

Að sögn Stig Berglund hafa Rússar viljað semja en Úkraína stendur gegn því.

Til þess að lægja öldurnar í Úkraínu var hinn svokallaði Minsk II samningur gerður árið 2015, sem þýðir m.a. sjálfræði að einhverju leyti fyrir austur-rússneskumælandi héruð landsins og jafnan menningar- og tungumálarétt fyrir alla íbúana.

– Þá voru Rússar en einnig Frakkar og Þjóðverjar sáttir. En Úkraína, sem ýtt er áfram af Bandaríkjunum, hefur aldrei staðið við samninginn. Svo núna erum við þar sem við erum. Rússar misstu þolinmæðina. Úkraína skýrði frá því, að það myndi ekki uppfylla Minsk-samkomulagið, þrátt fyrir loforð sitt. Og það var algjör tregða til að eiga yfirleitt viðræður.

Á leiðinni de facto inn í NATO

Auk þess er Úkraína þegar á leið de facto í NATO, segir Stig Berglund.

– Á síðasta ári voru 20.000 menn frá NATO í Úkraínu. Þeir þjálfa úkraínska herinn í vopnakerfi NATO og kenningum NATO. Þrátt fyrir að Úkraína sé ekki enn raunveruleg aðili að NATO, eru þeir að íklæðast NATO-hlutverki í reynd. Ef þú ert með 20.000 menn á staðnum, sem eru miklu fleiri en í Eystrasaltslöndunum eða Póllandi, þá segir það mikið um það, hvaða þyngd þú leggur í heildina. Og eftir því sem tíminn líður því meiri búnaður og þjálfun bætist við, heldur hann áfram.

– Þannig að það er rétt hjá Pútín og menn geta haft mismunandi afstöðu til þess, sem er að gerast núna og hvað muni gerast, sem er óþægilegt að horfa á.

Þolinmæði Rússa komst að þrotum. Fyrst fóru þeir til austurhluta Úkraínu og síðan einnig til annarra hluta landsins.

– Þegar Þýskaland sagði að þeir myndu ekki opna Nordstream 2 var trúlega engin fyrirstaða eftir fyrir Rússa að taka ákvörðun um að fara inn í Úkraínu. Auk Donbass er trúlegt, að þeir vilji skipta út allri ríkisstjórninni, leggja niður úkraínska herinn og ná fullri stjórn.

– Ég á mjög erfitt með að trúa því, að Rússar stöðvi aðgerðina nema að Úkraína gefi eftir eða allt landið verði undirokað, heldur Stig Berglund áfram. Þetta var engin skyndiákvörðun hjá Rússum, þeir hafa stöðuna að öllum líkindum á hreinu. Og það sem er miður við þessar aðstæður, eru þeir sem búa í Úkraínu hvort svo sem þeir eru Úkraínumenn eða Rússar. Þeir hafa lent í vonlausri stöðu. Þeir hafa verið notaðir í lengstu lög og enginn vill hjálpa þeim.

Fyrri samningatilraunir Rússa um að ráðast ekki inn voru heiðarlegar

– Rússar hefðu kosið samningaumræður án þessarar sóknar, sem kostar álit og orðspor á óteljandi hátt.

– Ég held að þeir hafi verið reiðubúnir að hætta við þetta. Þeir vildu samningaviðræður, þetta eru samningaviðræður sem þeir hafa beðið um allan tímann varðandi stöðu Úkraínu og sambandið við NATO. En þetta voru engar samningaviðræður, það voru bara haldnir margir fundir. Þann 11. febrúar tilkynnti Úkraína að ekki yrðu fleiri samningaviðræður. Þýskaland, Frakkland, Úkraína og Rússland gerðu með sér samning árið 2015 en hann kom aldrei til framkvæmda vegna þess að Úkraína vildi aldrei koma honum í framkvæmd. Og ég held að Bandaríkjamenn séu að vinna tíma. Þeir hafa viljað draga málin á langinn eins og hægt er.

NATO er ekki eingöngu varnarsamtök eins og sannaðist bæði í Serbíu og Sýrlandi, segir Berglund.

– Rússar eru miklir stjórnmálamenn raunveruleikans. Ég held að þeir velti ekki mikið fyrir sér hvað fólk á Vesturlöndum haldi. Þeir settu fram sínar kröfur og vilja semja en hinir vilja það ekki.

Stríðið gæti orðið langvinnt

Evrópa er samtímis háð gasbirgðum Rússa, sem þýðir að Úkraínustríðið gæti mögulega veitt kjarnorkunni nýjan kraft. Kannski mun Þýskaland ekki einu sinni loka síðustu kjarnorkuverum sínum, sem það hefur sagt að það muni gera.

— Það væri viturlegt af þeim. Ég held að þeir muni þrýsta á Hollendinga að nota gassvæðin sín enn um stund og kreista það síðasta úr þeim. En Evrópa er á leið í mjög erfiða stöðu.

Meira en 90 prósent af neongasinu, sem Bandaríkin nota við hálfleiðaraframleiðslu sína eða tölvukubba, kemur frá Úkraínu.

Í síðustu viku útskýrði Lars Bern, stjórnmálaskýrandi Swebbtv, að NATO sé í raun ekki eins sterkt og margir halda, að það sé „pappírstígrisdýr.“

Að sögn Stig Berglund hefur NATO „engan möguleika“ á að verja önnur fyrrverandi Sovétríki, ef átökin breiðast þangað. Eini valkosturinn væri þá að gera stríðað að kjarnorkustríði. Allt annað er „fullkomlega útilokað“ fullyrðir hann.

– Það væri tilbúið á korteri. Rússland hefur mjög stórar loftlendingareiningar. Það yrði gert mjög fljótt.

Berglund bendir á að Rússar hafa nokkuð gott samband við Finnland. En varðandi Svíþjóð, sem valdi að senda mikið magn af vopnum og hergögnum til Úkraínu, segir hann:

– Þeim finnst að við vinnum á bak við tjöldin með NATO og Vesturlöndum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila