Ungverjaland: Tími kominn á friðarumræður – refsiaðgerðir ESB eru „algjört klúður“

Peter Szijjarto. myndCarlos Rodríguez/ANDES).

Valdaelítan í ESB vill koma með nýjar „refsiaðgerðir“ gegn Rússlandi. Um er að ræða níunda refsipakkann á þessu ári. Eins og áður þá kýs Ungverjaland að mótmæla, segir Tass. Ungverska þjóðin ætti ekki að þurfa að þjást, vegna þess sem er að gerast í Úkraínu, segir Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands. Refsiaðgerðirnar lenda einungis á Evrópu og binda ekki enda á stríðið, bendir ráðherrann á. Nýjasti refsiaðgerðapakkinn gæti innihaldið refsiaðgerðir gegn rússneskri kjarnorku. En Ungverjaland segir nei, því eina kjarnorkuver landsins gengur fyrir rússnesku kjarnorkueldsneyti.

ESB skipuleggur níunda refsiaðgerðarpakkann gegn Rússlandi

Þrátt fyrir að átta refsiaðgerðarpakkar ESB gegn Rússlandi hafi ekki virkað eins og til stóð og skaðað ESB í staðinn, þá heldur ESB samt áfram að skipuleggja níunda refsiaðgerðapakkann. Ungverjaland mótmælir uppskafningsstefnu ESB. Peter Szijjarto utanríkisráðherra landsins gerir það enn og aftur ljóst og sagði samkvæmt MTI:

„Ungversk stjórnvöld munu halda áfram að gæta þjóðarhagsmuna sinna, þegar rætt verður um níunda refsiaðgerðapakkann, sem þegar er verið að undirbúa í Brussel. Við munum ekki leyfa Ungverjum að þjást óréttlátlega fyrir Úkraínustríðið“

Hann bendir á, að refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi hafa ekki virkað eða bundið enda á stríðið, heldur aðeins gert efnahagsástandið verra í Evrópu. Að sögn Szijjarto „tekur ESB efnahag álfunnar í samdrátt.“

Samþykkir aldrei bann rússnesku kjarnorkueldsneyti

Sum ESB-ríki vilja að nýi refsiaðgerðapakkinn feli í sér bann við kjarnorku frá Rússlandi. Ungverjaland mun ekki fallast á það. Þetta er „rauð lína“ fyrir Ungverjaland, sagði Peter Szijjarto í Radio Kossuth á sunnudag. Ungverjaland hefur kjarnorkuver í borginni Paks sem gengur fyrir rússnesku kjarnorkueldsneyti. Ungverjaland mun því alls ekki samþykkja neina refsiaðgerðastefnu sem ógnar eigin orkuhagsmunum landsins, að sögn ráðherrans.

„Refsiaðgerðirnar sem ESB hefur beitt gegn Rússlandi hafa mistekist. Þetta er algjört klúður“ sagði Szijjarto í samtali við Roya News í Jórdaníu á sunnudag samkvæmt RT og benti á, að efnahagur Evrópu hafi orðið fyrir „mjög alvarlegum áföllum.“

Ungverjaldan – þeir einu sem mæla með friði

„Framkvæmdastjórn ESB sagði að refsiaðgerðirnar muni hjálpa okkur að binda enda á stríðið eins fljótt og auðið er og að þær munu kollvarpa efnahag Rússlands. Hver var svo niðurstaðan? Hún var þveröfug.“

Á síðasta ári greiddi Ungverjaland 7 milljarða evra fyrir orkuinnflutning samanborið við 19 milljarða evra í ár. Ástæðan er „misheppnuð refsiaðgerðastefna“ segir ráðherrann.

„Í stað misheppnaðra refsiaðgerða ætti ESB að einbeita sér að því að skapa frið í Úkraínu. En við erum þau einu í Evrópu sem mælum með friði.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila