Upplýsingar benda til að Ísraelar hafi vitað af yfirvofandi árás Hamas

Nýjar upplýsingar frá reyndum hermanni í Ísrael benda til þess að Ísraelsk stjórnvöld hafi vitað af því að Hamasliðar hyggðust gera árás á Ísrael og að það hafi verið meðvituð ákvörðun að gera ekkert til þess að sporna við henni. Þetta var meðal þess sem fram kom í mái Bjarna Haukssonar sérfræðings í málefnum Mið-austurlanda í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í Heimsmálunum í dag.

Bjarni bendir á hvernig hermaðurinn lýsir hvernig á sérkennilegan hátt allt sem átti að heita varnarviðbrað og fyrirbyggjandi aðgerðir hafi brugðist. Til dæmis sé það svo að þyrlusveitir eru þannig staðsettar að aðeins hefði tekið þær fimm mínútur að komast á svæðið til að verjast en eins og kunnugt er urðu engin viðbrögð af hálfu Ísraelshers fyrr en sjö klukkustundum eftir að árásin hófst. Þá hafi leyniþjónustur ekki sett fram neinar upplýsingar um yfirvofandi árás svo hægt væri að bregðast við og að auki höfðu vopn verið fjarlægð af hermönnum af landtökusvæðum nokkru fyrir árásirnar eða þann 1.september síðastliðinn án þess að ástæða þess hafi verið tilgreind og því hafi þeir ekki haft tök á að verja sig.

Í þættinum lýsti Bjarni því hvernig það sést á myndbandi hvernig Hamas liðar koma að landamærahliði þar sem aðeins einn vörður var við gæslu og skjóta vörðinn og brjóta sér svo leið með jarðýtum í gegnum landamærahliðið. Bjarni segir að það að Hamas hefði svona greiða leið í gegnum landamærin eigi ekki að hafa geta gerst.

Hann segir hermanninn hafa sett fram tvær kenningar um það sem hafi gerst.

„hann segir að það sé aðeins um tvennt að ræða, annars vegar það sem hann kallaði inside job sem þýðir að tekin hafi verið ákvörðun á hæstu stigum ísraelskrar stjórnsýslu að leyfa árásinni að eiga sér stað og að leyfa Hamas að fá þessar sjö stundir til þess að fara þarna í gegn á þeim 15 stöðum þar sem þeir fóru í gegn. Hinn möguleikinn er að herinn sé orðinn svona mjög óhæfur en vel þjálfaðir og tilbúnir en óhæfir til verka“ segir Bjarni.

Þá bendir Bjarni á hermaðurinn greini frá því að skilaboð frá landamæravörðum um að verið væri að ráðast á þá hefðu borist höfuðstöðvum hersins en þrátt fyrir það hefði engin viðbrögð orðið og engin liðsauki barst fyrr en eftir að þessar sjö klukkustundið höfðu liðið.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila