Rúmlega 38 milljónir Bandaríkjamanna atvinnulausir vegna kórónufaraldursins

Síðustu viku misstu 2,4 milljónir Bandaríkjamanna atvinnuna vegna kórónufaraldursins. Þessi slæma þróun hefur verið af fullum krafti síðustu 9 vikurnar og hafa samtals um 38,6 milljónir Bandaríkjamanna misst atvinnu á tímabilinu.


Bandaríkjaþing heldur vikulegt yfirlit yfir efnahagsástandið og útreikningar sýna að spáin fyrir annan ársfjórðung er að efnahagur Bandaríkjanna muni dragast saman um 38%. Steve Blitz hagfræðingur TS Lombart í New York segir „að ekkert fylki hafði kerfi til að taka á móti öllum þeim fjölda sem skrá sig atvinnulausa og tölurnar liggja á eftir”. Atvinnuleysið gæti því verið meira en hér er sagt.

Búist er við nýrri öldu uppsagna: „Við lesum um fyrirtæki sem draga úr starfsmannafjölda og þetta eru fyrirtæki sem ekki urðu strax fyrir barðinu á covid-19” segir Blitz.

Þetta er versta atvinnukreppan í Bandaríkjunum síðan í Kreppunni miklu fyrir seinni heimsstyrjöld.
Könnun Census Bureau hjá heimilum nýlega sýndi að 47% fullorðinna sögðu að þeir eða heimilismeðlimur hefði glatað tekjum síðan um miðjan marsmánuð


Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila