USA: Lögbann sett á samstarf yfirvalda og tæknirisa um ritskoðun á samfélagsmiðlum

Sá merkisatburður gerðist í Missouri, að Terry A. Doughty, alríkisdómari setti bráðabirgðalögbann á ritskoðunarsamstarf yfirvalda eins og heilbrigðisráðuneytisins, þjóðarstofnunar ofnæmis- og smitsjúkdóma (NIAID),smit- og sjúkdómavarnarstofnunina (CDC), hagstofuna, FBI, dómsmálaráðuneytisins, heimavarnarráðuneytisins (DHS), stjórnarráðs, o.fl., við tæknirisa eins og Facebook/Meta, Twitter, YouTube/Google, WhatsApp, Instagram, WeChat, TikTok, Sina Weibo, QQ, Telegram, Snapchat, Kuaishou, Qzone, Pinterest, Reddit, LinkedIn, Quora, Discord, Twitch, Tumblr , Mastodon o.fl.

Gateway Pundit greinir frá: Eric Schmitt, dómsmálaráðherra Missouri, ásamt Jeff Landry, dómsmálaráðherra Louisiana, hafa höfðað mál (Missouri gegn Biden), þar á meðal Biden sjálfum, Anthony Fauci, heimavarnarráðuneytinu, og næstum tugi alríkisstofnana og ritara.

Yfirvöld og netrisar ákærð fyrir umfangsmikið samstarf um ritskoðun á samfélagsmiðlum

Í málshöfðuninni er því fram haldið, að um gríðarlegt samræmt átak stjórnvalda (djúpríkisins) og netrisanna hafi farið fram til að ritskoða og villa um fyrir Bandaríkjamönnum, frá meðborgurum til fréttamiðla, um málefni eins og fartölvu Hunter Bidens, kosningaheilindi 2020, vaxandi efasemdir um uppruna og umfang Covid-19, efasemdir um Covid-19 bóluefni og fleiri mál. Netmiðillinn The Gateway Pundit byrjaði þegar í júní 2022 að leggja fram mikilvægar vísbendingar um ritskoðun Facebook og Twitter á Gateway Pundit í öllum þessum málum.

Málið náði mikilvægum árangri í júlí, þegar AG Schmitt og lið hans sannfærðu alríkisdómarann um að veita þeim takmarkaða rannsóknarheimildir sem gerði Schmitt kleift að neyða ríkisstjórnina, facebook, twitter ásamt nokkrum öðrum samfélagsmiðlum til að afhenda skjöl um samskipti stjórnvalda og samfélagsmiðla, þar sem ritksoðun var til umræðu.

Reyndu allt til að stöðva uppljóstranir um sannleikann

Hvorki ríkisstjórnin né netrisarnir vilja birta gögn sem nýtast sem sönnunargögn gegn þeim sjálfum og hafa gert allt til að stöðva uppljóstrunina. Eftir það hafa fjölmargir embættismenn, þar á meðal Dr. Tony Fauci, verið vikið frá störfum og og þurft að bera vitni í málinu. Terry A. Doughty, æðsti héraðsdómari í Vesturumdæmi Louisiana, hefur yfirumsjón með málinu. Ríkisstjórnin hefur augljóslega miklar áhyggjur af þessu máli eins og því vindur fram.

Þann 22. nóvember 2022 lagði ríkisstjórnin fram tillögu um að vísa málinu frá. Í kjölfarið hafa stjórnvöld og fylki Missouri og Louisiana og The Gateway Pundit barist hart fyrir því, að alríkisdómstóllinn ætti ekki að vísa málinu frá. Til stuðnings þeirri viðleitni og til að koma í veg fyrir að málið yrði tekið út af dagskrá, þá lögðu Missouri og Louisiana fram gríðarlega samantekt af sönnunargögnum 6. mars 2023 ásamt viðbótar bráðabirgðalögbanni.

Umfangmesta samantekt um mannréttindabrot yfirvalda fram að þessu

Rannsóknarsamantektin er merkileg, vegna þess að hún er umfangsmesta samantekt til þessa, þar sem greint er frá fasísku samsæri stjórnvalda og netrisanna til að bæla niður hið frjálsa orð og hugsanir á meðan Covid-19 brjálæðið gekk yfir, kosningarnar 2020 o.fl. Samantektin er öflugasta ákæran hingað til um fákeppnina innan þeirrar ógeðfelldu herferðar alríkisstjórnarinnar til að grafa undan stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna samkvæmt fyrsta viðauka og tilraun til að hafa áhrif á og stjórna vilja almennings. (364 blaðsíðna málsgögn má sjá á pdf hér að neðan).

Þriðjudaginn 4. júlí 2023 gaf Doughty dómari út dómsskipun sína sem hafnaði frávísunartillögu ríkisstjórnarinnar.

Lagaleg barátta síðasta árs hefur eingöngu verið um Missouri, Louisiana og Gateway Pundit, o.fl., hæfni og rétt til að kæra þeirra verði meðhöndluð. Í viðleitni ríkisstjórnarinnar hingað til hefur verið lögð áhersla á að ráðast á og gera lítið úr sönnunargögnunum annars vegar og einnig að vísa málinu frá í fjölmörgum frávísunarbeiðnum, skipta um varnarþing til að fá málið tekið fyrir hjá dómurum hliðhollum ríkisstjórninni.

Núna verður málið tekið fyrir og þá má segja, að hin raunverulegu átök hefjist um málið. Ríkisstjórnin er tilneydd til að taka þátt að fullu og mæta sönnunargögnum og rökum kærenda, Missouri, Louisiana, The Gateway Pundit o.fl. sem munu fá vettvang dómskerfisins til að rannsaka og sýna fram á hið fasíska samsæri ríkisstjórnarinnar við netrisanna til að hefta málfrelsi, ritskoða hugmyndir og banna pósta almennings á samfélagsmiðlum. Án efa verður athyglisvert að fylgjast með framvindu málsins og mun Útvarp Saga segja meira af því síðar.

Hér að neðan má sjá ákvörðun dómarans að neita Bandaríkjastjórn um frávísun málsins og þar fyrir neðan sönnunargögn og málsflutning ákærenda ásamt myndbandi á YouTube um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila