ÚT ÚR WHO! – Andglóbalísk mótmæli í Stokkhólmi


Ríflega 1.500 Svíar efndu til mótmæla í Stokkhólmi gegn Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, á sunnudag. Þetta var „heillandi hópur fólks“ sagði einn þátttakandinn við Swebbtv og vísaði til þess að fólk með ólíkar stjórnmálaskoðanir stóðu þétt saman. Mótmælin voru skipulögð af „Exit WHO“ sem vill að Svíþjóð yfirgefi WHO.

Swebbtv segir frá: Á sunnudaginn voru haldin fjölmenn mótmæli í Stokkhólmi gegn fyrirhuguðum heimsfaraldurssáttmála WHO og breytingum á alþjóðlegum heilbrigðisreglum, sem gagnrýnendur líta á sem alræðistilraun að valdaráni á heimsvísu. Talið er að um 1.500 manns hafi verið viðstaddir. Swebbtv var á staðnum og tók myndir.

Ekki hægt að leyfa WHO að lýsa yfir heimsfaraldri

Löng mótmælaganga gekk frá Tjurbergsgarðinum í Suður-Stokkhólmi að Meðborgaratorginu, þar sem útifundur var haldinn. Nokkrir þekktir einstaklingar tóku til máls, þar á meðal þingkonan Elsa Widding. Mannfjöldinn söng nafn hennar. Hún sagði:

„Þetta eru fyrstu mómælin sem ég tek þátt í. Það gengur óhugnanlega hratt að innleiða þessar bindandi reglur. Við getum ekki leyft, að WHO lýsi yfir heimsfaraldri.“

Við fæddumst frjáls!

Læknirinn Hans Zingmark hélt ræðu og útskýrði að málið snúist um frelsi okkar. Hann benti á að:

„Við fæddumst frjáls! Það er tilgangslaust að afhenda WHO völd. Vindar miðstýringar blása af fullum krafti.

Samræmd alþjóðleg árás

Bandaríski læknirinn Pierre Kory, sem er orðinn heimsfrægur fyrir gagnrýni sína á „meðhöndlun“ Covid-19, tók einnig til máls. Hann útskýrði að læknar hafi í raun áttað sig á Covid mjög snemma og að það hefðu verið til meðferðir gegn Covid-19 sem voru stöðvaðar. „Heimsfaraldurinn“ varð til þess að hann missti trúna á læknasamfélagið. Hann sagði:

„Heimurinn er orðinn gjörsamlega klikkaður. Verið er að koma á alheimsmiðstýrðri ritskoðun. Ég uppgötvaði að ég lifði í heimi lygara. Lygunum rigndi niður.“

Kory segir að um „samræmda alþjóðleg árás“ hafi verið að ræða og það hafi kostað milljónir mannslífa að stöðva lyfið Ivermectin, sem virkar gegn Covid.

Ráðist á frelsið alls staðar í heiminum

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem einnig er orðinn þekktur um allan heim fyrir gagnrýni sína á hin svokölluðu Covid-bóluefni, ferðast einnig til Svíþjóðar. Hann sagði:

„Frelsi okkar á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Þetta er að gerast út um allan heim.“

Bridgen benti á, að sænska þjóðin hafi staðið á sínu í heimsfaraldrinum, því Svíþjóð lokaði ekki samfélaginu eins og önnur lönd gerðu.

„Þið voruð sterk í Covid. Ég bið fyrir því, að þið verðið sterk á ný!“

Enga mótmælendur var hægt að sjá sem andmæltu ÚT ÚR WHO! göngunni. Fyrir utan einn sænskan mann með hjálm á rafmagnshjóli sem öskraði „stoppum fasismann“ og hjólaði síðan áfram burtu.

Sjá nánar exitwho.se

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila