Valdaelítan hrifsaði til sín tvo þriðju hluta allrar verðmætasköpunar í „heimsfaraldrinum“

Hinn svokallaði heimsfaraldur og „kreppuárin“ hafa verið gullgæs fyrir ríkustu valdaelítu heims. Auður þeirra hefur aukist gífurlega samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam. Ríkasta fólkið í heiminum hefur varla þjáðst á síðustu svokölluðu kreppuárum og „faraldrinum“ á meðan heimurinn var lokaður vegna „leka“ á rannsóknarstofu sem sleppti út veiru með 0,1% dánartíðni fólks undir 70 ára.

Þeir ofurríku hafa hirt 2/3 hluta allra nýskapaðra verðmæta síðustu 2 árin

Ríkasta 1% hefur hrifsað til sín næstum tvo þriðju af öllum nýjum verðmætum að andvirði 42 billjónir Bandaríkjadala, sem skapaðar hafa verið síðan 2020. Þetta er „næstum tvöfalt fé 99% jarðarbúa“ skrifar Oxfam í skýrslu sinni.

Síðan 2020 hafa þeir ríkustu tekið 26 billjónir dollara eða 63% af allri nýrri verðmætasköpun en 16 billjónir dollara eða 37% fóru til allra hinna í heiminum.

„Á síðasta áratug hafði ríkasta 1 prósentið náð um helming alls nýs auðs“ segir ennfremur.

Græða 1,7 milljónir dollara á hvern dollara launamannsins

Og auður milljarðamæringanna hélt áfram að aukast árið 2022 með ört vaxandi matvæla- og orkuhagnaði. Milljarðamæringur græðir nú u.þ.b. 1,7 milljónir dollara á hvern dollara sem einstaklingur í neðstu 90 prósentunum vinnur sér inn. Samkvæmt Oxfam aukast auðæfi milljarðamæringa um 2,7 milljarða dollara á dag. Gabriela Bucher, framkvæmdastjóri Oxfam International sagði:

„Á sama tíma og venjulegt fólk þarf að færa daglegar fórnir fyrir nauðsynjavörum eins og mat, þá hafa hinir ofurríku farið fram úr jafnvel villtustu draumum sínum. Aðeins tveimur árum síðar er þessi áratugur að verða sá besti hingað til fyrir milljarðamæringa – hröð uppsveifla þriðja áratugarins fyrir þá ríkustu í heiminum.“

Samantekt skýrslunnar má lesa hér að neðan og heildarskýrsluna má hlaða niður hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila