Vandi bænda fyrst og fremst vegna íþyngjandi pólitískra ákvarðana

Þýska netsjónvarpsstöðin KlaTV hefur sent frá sér stutt myndband þar sem fjallað er um mótmæli bænda í Þýskalandi sem mótmæla því að verið sé að þrengja að þeim í sífellu.

Meðal annars hefur þýska ríkið að fara fram í niðurskurðaraðgerðir sem koma afar illa við bændur en aðgerðirnar fela meðal annars í sér niðurskurð á niðurgreiðslu á dísilolíu sem er ein forsenda þess að bændur geti stundað búskap og þá hefur þýska ríkið að afnema ýmsar ívilnanir sem snúa að kaupum á landbúnaðartækjum. En rétt er að taka fram að þessar aðgerðir eru aðeins kornið sem fyllti mælinn því bændur og ekki aðeins í þýskalandi heldur Evrópu allri hafa fengið á sig auknar skattbyrðar og verið gert að skerða starfsemi sína vegna reglna sem settar hafa verið vegna lofslagsmála.

Nánar er fjallað um stöðu bænda í myndbandinu hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila