Var stöðvuð á Eyrarsundsbrúnni með tvær skammbyssur í brjóstahaldaranum og fjórar í nærbuxunum

Tyrkneskt par, maður og kona með belgískan ríkisborgararétt eru ákærð fyrir alvarlegt vopnasmygl. Í desember á síðasta ári reyndu þeir að smygla alls fimmtán skammbyssum til Svíþjóðar með bíl yfir Eyrarsundsbrúna.

1. desember í fyrra var belgískur bíll stöðvaður við Lernacken eftir Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar. Í bílnum var tyrkneskt par með belgísk skilríki. Starfsfólk tollsins spurði um tilgang heimsóknar hjónanna til Svíþjóðar og sögðust þau vera að fara í brúðkaupsveislu í Stokkhólmi. Gátu þau ekki svarað hverjir ætluðu að gifta sig og sögðust í staðinn ætla að heimsækja „frænda“ sinn.

Tollgæslunni þótti grunsamlegt, að konan hafði enga ferðatösku með sér, ef hún væri á leiðinni í brúðkaup og ákvað að athuga konuna nánar. Við líkamsleit fundust samtals sex skammbyssur: tvær í brjóstahaldaranum og fjórar í nærbuxum hennar.

Fundu sjö skambyssur til viðbótar í leynihólfi í bílnum

Eiturlyfjahundur tollsins leitaði í bílnum og brást við hanskahólfinu og kom í ljós leynihólf fyrir aftan með samtals níu skammbyssum til viðbótar.

Belgísk-tyrknesku hjónin Satikbuga Arzu og Demirtas Gürkan eru núna ákærð fyrir alvarlegt vopnasmygl. Maðurinn, Demirtas Gürkan, játar glæpinn. Konan, Satikbuga Arzu, viðurkennir að hafa verið með vopnin á líkama sínum en segist ekki hafa vitað, hvort þetta væru alvöru skotvopn eða leikföng. Sænski saksóknarinn vill að vopnasmyglurunum tveimur verði vísað úr landi frá Svíþjóð með fimmtán ára endurkomubanni verða hjónin sakfelld.

Deila