Varaforsetinn notaði leynisíma fyrirtækis sonar síns í vafasömu viðskiptin

Peter Schweizer skapaði hvell á sunnudag 25. júní, þegar hann kom fram á Fox News með þáttastjórnandanum Maria Bartiromo. Schweizer sem er höfundur bókarinnar Leynileg risaveldi „Secret Empires“ sagði, að Joe Biden hefði sem varaforseti notað leynilegan farsíma, sem fyrirtæki sonar hans Hunter Biden borgaði fyrir.

Hvaða samtöl þarf varaforseti Bandaríkjanna að hringja í leynisíma einkafyrirtækis sonarins?

Peter Schweizer sagði:

„Hver var samskiptalínan milli Hunter Biden og viðskiptafélaga hans og Joe Biden, þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna? Þetta var ekki sími ríkisstjórnarinnar. Þetta er ekki persónulegur sími Joe Biden. Við vitum af fartölvunni, að fyrirtæki Hunter Biden borguðu fyrir einkasímalínu sem Joe Biden notaði á meðan hann var varaforseti.“

„Línan var frá AT&T og kostaði $300 á mánuði. Þetta var alþjóðlega tengdur sími, þar sem þú gast hringt í hvern sem var, hvar sem var í öllum heiminum.

Vonandi notar þingið þessi sönnunargögn

Peter Schweizer sagðist hafa deilt „símanúmerinu og reikningsupplýsingunum með fólki í eftirlitsnefnd þingsins.“

„Von mín er að eftirlitsnefnd þingsins muni nota gögnin sem sönnunargögn.“

Joe Biden notaði leynilega alþjóða farsíminn fyrir afar ábatasöm alþjóðleg áhrif fyrir alla fjölskylduna. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, benti á níu meðlimi Biden fjölskyldunnar sem viðriðin væru spillinguna. Hann sagði á blaðafundi nýlega:

„Sonur Joe Biden. Bróðir Joe Biden. Eiginkona bróður Joe Biden. Kærasta Hunter Biden / ekkja Beau Biden, fyrrverandi eiginkona Hunter Biden. Núverandi eiginkona Hunter Biden. Þrjú börn forsetasonar og bróður forsetans. Svo við erum að tala um barnabörn – barnabarn. Það er skrýtið. Flestir sem vinna hörðum höndum alla daga eiga ekki barnabarn sem fær greidda peninga frá erlendum ríkisborgara.“

  1. Hunter Biden
  2. James Biden
  3. Sara Biden
  4. Hallie Biden
  5. Kathleen Biden
  6. Melissa Biden
  7. Frænka/systursonur
  8. Frænka/bróðursonur
  9. Barnabarn

Fengu yfir 10 milljónir dollara

James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, sagði að Biden fjölskyldan hafi fengið yfir 10 milljónir dollara frá erlendum ríkisborgurum á meðan Joe Biden var varaforseti. Löndin sem voru innblönduð tengdust beint starfi Joe Biden sem varaforseta:

„Nefndin hefur áhyggjur af flóknu, grunsamlegu neti yfir 20 fyrirtækja, þar sem við höfum borið kennsl á Biden og félaga þeirra sem notuðu fyrirtækin til að auðga sig. Flest þessara fyrirtækja voru hlutafélög sem stofnuð voru þegar Joe Biden var varaforseti.“

Þetta er kennslubók um peningaþvott og valdníðslu

„Bankareikningar sýna að Biden fjölskyldan, félagar þeirra og fyrirtæki þeirra fengu yfir 10 milljónir dollara frá erlendum ríkisborgurum og fyrirtækjum þeirra. Hluti af þessum peningum komu frá kínversku fyrirtæki og fór til fyrirtækis Hunter Biden …lögleg fyrirtæki starfa ekki á þennan hátt.“

„Hunter Biden og félagar hans stofnuðu fyrirtæki í löndum sem áttu bein tengsl við Joe Biden í starfi varaforseta. Það er heldur ekki eðlilegt. Það er ekki siðferðilegt,“ sagði eftirlitsformaður fulltrúadeildarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila