Vegur dauðans

Franska lögreglan hefur hert landamæraeftirlit og þá velja flóttamenn sem vilja komast til Frakklands hina hættulegu fjallaleið sem gengur undir nafninu „Vegur dauðans.“ Það segist Abdullah á myndinni munu gera ef honum tekst ekki að smygla sér ólöglega á annan hátt. (Skjáskot SVT).

Eftir að franska lögreglan hefur aukið landamæraeftirlitið fara núna fleiri flóttamenn hina lífshættulegu leið frá Ítalíu meðfram fjallvegg til Frakklands. Abdullah frá Senegal segir, að hann „verði að komast til Frakklands, þar sem móðir hans er og biður bænir um hann á hverjum degi.“

Í ár hafa 133 þúsund flóttamenn komið til Ítalíu sem eru tvöfalt fleiri en í fyrra. Margir þeirra vilja komast til Frakklands. Samkvæmt SVT tók Abdullah frá Senegal lestina en var sendur til baka. Ef honum tekst ekki að komast inn í Frakkland í næsta sinn, þá mun hann ganga „veg dauðans.“

„Það er hættulegt. Það er algjört myrkur,“ segir hann. Christian Papini, yfirmaður Caritas í Ventimiglia segir:

Margir farandfólksins sofa utandyra, undir brúm borgarinnar. Barnafjölskyldur hafa tækifæri til að sofa og borða á Caritas.

„Síðan 11. júní 2015 hafa 47 manns látist við að reyna að komast yfir til Frakklands. Ekki í Líbíu, við Miðjarðarhafið eða meðfram Balkanskagaleiðinni. Þeir dóu hér.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila