Venuzúela á mörkum innbyrðis stríðs – spurning hvort herinn styðji fólkið

Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti Venezúela

Átök áttu sér stað í höfuðborg Venezúela í gær með yfir 100 særða, m.a. keyrðu herbílar inn í hóp mótmælenda og yfir fólk (sjá myndband fyrir neðan). Skv. vitnum heyrðust skot og  Vladimir Padrinoi varnarmálaráðherra varaði í sjónvarpsræðu við að vopnum yrði beitt ef fólk kæmi nærri forsetahöllinni: “Sérhver sem kemur að forsetahöllinni og beitir valdi mun mæta valdi. Ef við verðum að beita vopnum munum við gera það.” Sagði ráðherrann “að Juan Guaido sem Bandaríkin styðja sækist eftir blóðsúthellingu og beri ábyrgð á sérhverjum dauða á götunum.” Spurningin er hvoru megin herinn tekur afstöðu en Juan Guaido segir að stór hluti hersins fylgi honum og lýðræðsiöflunum að málum. Hvatti Guaido í nótt til áframhaldandi mótmæla 1.maí. Nicolas Maduro forseti segir mótmælin í gær vera “misheppnað valdarán”. Segist hann hafa stuðning hersins og vitað er að viss hópur hermanna í fylgdarliði Maduros eru honum liðhollir og vel vopnum búnir. Ásakar Maduro Bandaríkjamenn fyrir að standa að baki tilraun til valdatöku en Bandaríkin styðja Juan Guaido sem vill koma á lýðræði og eðlilegum viðskiptaháttum í landinu. Rússar, Kínverjar og Kúba styðja forsetann og eru hermenn frá Kúbu í landinu. Trump hefur hótað með að einangra Kúbu ef hermenn þaðan blanda sér í málin.

Fólk er orðið langþreytt á hörmulegu ástandi þar sem ekki er lengur hægt að fá mat og ofurverðbólga  eyðileggur lífsafkomu almennings. Þrátt fyrir að vera eitt olíuauðugasta ríki heims búa yfir 90% af 32 milljónum íbúanna við sárafátækt og langar biðraðir bíla eru við bensínstöðvar á hverjum degi. Ár 1999 framleiddi Venezuela um 3,5 milljónir tunna af olíu daglega en í dag er framleiðslan um 1 milljónir tunna á dag. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðilinn verðlausan og er einn bandaríkjadalur andvirði 248 521 bólivar. 3 milljónir hafa flúið landið undanfarin ár og 9 milljónir geta einungis borðað einu sinni á dag og margir hafa ekki mat á hverjum degi. Landið skuldar yfir 100 milljarði dollara til erlendra lánveitenda þar af um 23 milljarða til Kína og Rússa.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila