Verður DeSantis varaforsetaefni Trump? Einkafundur í Miami

Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrum forseti Bandaríkjanna hélt einkafund með Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, í Miami á sunnudag.

Á fundinum sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir samþykkti DeSantis að aðstoða Trump við fjáröflun.

Í forvali forsetakosninganna var DeSantis með yfir 120 milljónir dala í kosningasjóði á einum tímapunkti, en eftir slaka frammistöðu í Iowa-ríki dró DeSantis sig úr forvalinu.

Steve Witkoff, sem er þekktur fasteignasali í Flórída og stuðningsmaður bæði Trump og DeSantis, skipulagði fundinn.

Fundurinn hefur endurvakið orðróm um að Trump gæti ákveðið að velja DeSantis sem varaforsetaefni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila