Viðskiptafélagi Hunter Biden snýr við blaðinu og aðstoðar rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings

Eric Schwerin, náinn viðskiptafélagi Hunter Biden, sem einnig sinnti viðskipta- og skattamálum Joe Biden, vinnur núna með rannsóknarteymi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem skoðar viðskipti Biden fjölskyldunnar – sérstaklega í Úkraínu og Kína en fjölskyldan hefur fengið milljónir dollara í greiðslur þaðan.

Just the News skrifar um málið:

James Comer, formaður eftirlits- og ábyrgðarnefndar þingsins segir Schwerin vera innan handar og starfa með þeim sem vinna að rannsókn málsins:

„Lögfræðingar hans og ráðgjafi minn eru í reglulegum samskiptum. Núna er ég viss um, að hann muni vinna með okkur og veita okkur þær upplýsingar sem við höfum beðið um. Ég held að Schwerwin muni verða okkur mjög dýrmætt vitni í þessari rannsókn.“

Heimsótti Hvíta húsið a.m.k. 19 sinnum

Eric Schwerin, fyrrverandi forstjóri fjárfestingarfyrirtækis Hunter Bidens „Rosemont Seneca Partners“ heimsótti Hvíta húsið að minnsta kosti 19 sinnum á árunum 2009 til 2015, samkvæmt gestaskrám Hvíta hússins sem Epoch Times hefur skoðað. Samstarf Schwerin kemur eftir að nefndinni bárust fregnir af því, að Hunter og frændi hans, James Biden, ætli ekki að koma með allar þær upplýsingar sem nefndin hefur beðið um í víðtækri rannsókn sinni. Að sögn Comer eiga ósamvinnuþýð vitni ákæru yfir höfði sér. Hann segir:

„Við þekkjum einstaklinga og margir eru í samstarfi við okkur núna en aðrir ekki svo mikið. Við ætlum að byrja að stefna fólki í einkageiranum, við ætlum að fara að stefna fjármálastofnunum til að afla okkur upplýsinganna. Og svo förum áfram eftir það.“

Heimsóknir í Hvíta húsið samtímis og verið var að gera milljarða dollara samninga erlendis

Comer telur að ef Hunter Biden væri saklaus þá myndi hann vilja koma fram fyrir nefndina og hreinsa nafn sitt. Bæði Joe Biden og Hunter Biden hafa neitað, að fjölskyldan hafi gert neitt rangt, þó að Hunter Biden hafi viðurkennt að hann sé undir alríkisglæparannsókn vegna skattamála. Comer segir að samstarfið við Schwering sé afgerandi og geti hvatt önnur lykilvitni til samstarfs á meðan nefndin berst við Hvíta húsið og Biden fjölskylduna. Samkvæmt gestabókum Hvíta hússins hitti Schwerin þáverandi varaforseta Joe Biden í Hvíta húsinu þann 17. nóvember 2010 og átti nokkra fundi með aðstoðarmönnum Hvíta hússins á tímum, þegar Hunter Biden var að tryggja sér milljarða dollara samninga erlendis þ.á.m. í Kína.

„Ef það virkar þá verðum við öll rík!“

Á sama tíma, eins og The Epoch Times greindi frá á síðasta ári, þá upplýsti NY Post að Hunter hefði stofnað til fundar milli föður síns og Andrésar Pastrana Arango, fyrrverandi forseta Kólumbíu, þann 2. mars 2012. Fyrir fundinn í mars 2012 voru Hunter Biden og félagar hans hjá Rosemont Seneca Partners að sögn að leita eftir viðskiptum við brasilíska byggingarfyrirtækið OAS, samkvæmt tölvupósti úr fartölvu Hunter Biden, að sögn Post. Brasilíska fyrirtækið hafði áhuga á nokkrum verkefnum í Kólumbíu á þeim tíma, þar á meðal vatnsaflsvirkjun að verðmæti 1,8 milljarða dollara og endurbótaverkefni á neðanjarðarlestarkerfi í Bogota að verðmæti 3 milljarða dollara. „Ef það virkar þá verðum við öll rík“ skrifaði Schwerin til Hunter Biden í tölvupósti í ágúst 2011. Vonandi mun Comer spyrja Schwerin um lífrannsóknastofurnar í Úkraínu….

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila