
Óhætt má segja, að ástandið í Svíþjóð líkist sífellt meira innbyrðisstríði en einstaka ofbeldisatburðum. Ekki hefur verið rætt meira um annað mál en ofbeldisástandið innanlands eftir skotárásir og sprengjuhryðjuverk í síðustu viku þegar 3 voru drepnir í 2 skotárásum og hryðjuverk framið í Uppsala með eyðileggingu tveggja raðhúsa og skemmdum á þremur til viðbótar og allt á hálfum sólarhring. Ríkisstjórnin boðaði til neyðarfundar, forsætisráðherrann hélt fund með ríkislögreglustjóra og yfirhershöfðingjanum sem lofaði aðstoð hersins í baráttunni gegn glæpahópunum.
Septembermánuður í ár varð sá blóðugasti síðan sænska lögreglan hóf sérstaka samantekt með sérstöku yfirliti yfir ofbeldið innanlands. Fréttaritari var á ráðstefnu sem Swebbtv hélt um ástandið um helgina og tók viðtöl við nokkra ráðstefnugesti sem voru svartsýnir á, að Svíþjóð kæmist hjá borgarastyrjöld eftir allan þann óhefta innflutning á stríðandi aðilum Miðausturlanda til fyrrum friðsama landsins í norðri. Hluti þeirra sem eru hér í Svíþjóð hafa nefnilega komið með þeim einsetta ásetningi að eyðileggja landið og taka það yfir og gera að íslömsku Kalífati með sharía lögum í stað sænsku konunglegu stjórnarskrárinnar. Meira um það í þættinum Heimsmálin á Útvarpi Sögu klukkan 13.00 að íslenskum tíma síðar í dag.
2 raðhús sprengd í 2 hryðjuverkum í Stokkhólmi núna í morgunsárið
Það er ekki lengur hægt að vakna á nýjum degi og bjóða hann velkominn lengur í Svíþjóð án þess að verða truflaður af endalausum fréttum af skotárásum, hnífabardögum, nauðgunum, sprengingum, niðurlægingarránum, átökum á milli ólíkra hópa skólabarna sem slást opið í skólum landsins og…….Hugsið ykkur land Línu langsokks og skólabörn niður í leikskólaaldur spyrja foreldra sína hvort þau fái að fara í skotheldum vestum í skólann! Vesalings Astrid Lindgren, hún hlýtur að snúast eins og skopparakringla í gröfinni yfir hvernig komið er fyrir draumalandinu.
Núna í morgunsárið: Fyrstu fréttir dagsins:
SPRENGJUHRYÐJUVERK Í HUDDINGE OG HÄSSELBY
Raðhús var sprengt í Huddinge og samkvæmt lögreglunni var fólk í húsinu. Þetta er svo nýtt að fréttir um mannsskaða eru ekki komnar enn.
Sprengt í einbýlishúsahverfi í Hässelby. Í skrifandi stund verið að flytja granna burtu af svæðinu og koma í skjól í bráðabirgðahúsnæði á öðrum stað. Sama hér – svo ferskt að fréttir um mannsskaða ekki komnar. Heldur þetta svona áfram missa margir heimilin sín í Stokkhólmi í ár vegna stríðsástandsins og sífellt fleiri saklausum komið fyrir á neyðarheimilum. Að ekki sé minnst á alla saklausa sem farnir eru að týna tölunni vegna stríðsástandsins.
Framhald kemur frá stríðshrjáðri Líbanon norðursins. Það er jafn gefið og dagur rís.