Viktor Orbán: Draumur Evrópu er brostinn

Viktor Orbán, Tízkugatan í Búdapest og Frelsisstyttan sem sést víða að í borginni.

Viktor Orbán forsetisráðherra Ungverjalands kynnti stefnu flokks síns um innflytjendur s.l. föstudag. Markmiðið er að stöðva fólksflutningana til Evrópu. Fyrsti hluti tillögunnar fjallar um að taka stjórn á málefnum innflytjenda úr höndum búrókratanna í Brussel og skila aftur til aðildarríkja ESB. Ekki á að vera hægt að þvinga nokkurt land að taka á móti innflytjendum gegn vilja sínum og enginn á að geta sest að í Evrópu án gildra skilríkja. ESB á að hætta að gefa út kort með peningum og “innflytjendavegabréf”. ESB á einnig að hætta að greiða meiri peninga til samtaka sem eru tengd auðkýfingnum George Soros. Í staðinn á að nota féð til að efla landamæravörslu aðildarríkjanna. Ekki á að mismuna kristnu fólki:
“Kristin menning okkar er lögð undir í komandi ESB þingkosningum. Þá verður kosið um hvort ESB hefur leiðtoga sem eru með eða á móti fólksflutningunum og hvort Evrópa eigi áfram að tilheyra Evrópubúum eða tilheyra fólksfjölda annarrar menningar; hvort við getum bjargað kristinni evrópskri menningu okkar eða hvort við gefumst upp fyrir fjölmenningunni” sagði Orbán. Hann gagnrýndi Brussel fyrir að hverfa frá fjölskyldustefnu og að ESB væri í raun og veru að skipta út íbúum Evrópu fyrir innflytjendur: “Við Ungverjar höfum átt heima hérna í þúsund ár og við viljum halda því áfram og munum verja landamæri okkar í önnur þúsund ár. Við viljum að næsta kynslóð, börnin okkar og barnabörn, geti verið jafn frjáls að ákveða um líf sín eins og við erum.”

Juncker ber ábyrgð á vaxandi spennu milli aðildarríkjanna

Viktor Orbán kallaði Jean-Claude Juncker “ekta sósíalista sem ber mikla ábyrgð á Brexit, innrás innflytjenda og vaxandi spennu í samskiptum ríkja mið- og Vestur-Evrópu.” Hann vék síðan að deilum Brussel við Ungverja sem stöfuðu af því “að yfirvöld Ungverjalands neituðu að fylgja einræðisskipunum Brussel sem færu gegn hagsmunum Ungverja.” 

Orbán vitnaði til nýlegrar skýrslu sem sýndi að íbúar ESB trúa því ekki að komandi kynslóðir fái það betra en sú núverandi. Meirihluti íbúa Evrópu vill einnig verja kristin gildi og hefðir og 80% Ungverja styðji það. Orbán skorar á kjósendur “að sýna Brussel í kosningunum, að það séu íbúar Evrópu en ekki samtök tengd Gerorge Soros né búrókratarnir í Brussel sem eiga lokaorðið í málefnum ESB.”

Utanríkisráðherra Ungverja Szijjártó sagði að Ungverjar væru stoltir af því að hafa hafnað innflytjendasamningi Sameinuðu þjóðanna en baráttunni væri engan veginn lokið. Sagði Szijjártó að það væri nú algjörlega skýrt að allur fólksinnflutningurinn 2015 væri hluti vel úthugsaðrar áætlunar um íbúaskiptingu í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar eiga ríkan þátt í áætluninni með lögleiðingu ólöglegs fólksinnflutnings í samningnum. “Brussel mun gera allt sem stendur í þeirra valdi til að innleiða innflytjendasamning SÞ í lög aðildaríkja ESB og þar með ákveða fyrir okkur hverjum við viljum hleypa inn til okkar og hverjum við viljum búa með. Við munum aldrei leyfa þetta og kjósendur þurfa að sýna á skýran hátt afstöðu sína í ESB-þingkosningunum.”

Sjá nánar hér

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila