Viktor Orbán: FRIÐUR er eina lausnin

„Friðarlausn er nauðsynleg í Úkraínu vegna þess að hvorugur stríðsaðili getur unnið stríðið“ að sögn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.

Orban segir samkvæmt Novinite:

„Rússland getur ekki unnið, vegna þess að allur vestræni heimurinn styður Úkraínu. En Rússland er kjarnorkuveldi og kjarnorkuveldi er ekki hægt að þvinga út í horn, vegna þess að kjarnorkustríð gæti brotist út.“

Umsögn Viktor Orbán kemur á afmælisdegi innrásar Rússa í nágrannalandið. Að sögn forsætisráðherra Ungverjalands hefur Evrópa veikst undanfarið ár, vegna þess að Bandaríkjastjórn „verndar hagsmuni sína í Brussel á kostnað evrópskra hagsmuna.“ Refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafa veikt evrópskt efnahagslíf en ekki haft veruleg áhrif á Bandaríkin, sem búa yfir miklum forða af ódýru gasi, bendir Orban á.

Ungverjaland lítur á stríðið út frá öryggishagsmunum eigin þjóðar og hefur því tekið upp friðarvæna línu með kröfum um tafarlaust vopnahlé. Orbán útskýrir:

„Við munum ekki afhenda vopn, við munum ekki ganga í nein stríðsbandalög.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila