Viktor Orbán: Ungverjaland er ekki í stríði við neinn

Viktor Orbán forsætisráðherra talaði um stríðið í Úkraínu í útvarpsviðtali á föstudagsmorgun og einnig á fundi með fyrirlesurum MCC-ráðstefnunnar nýlega. „Fyrir okkur er öryggi Ungverjalands í fyrirrúmi og þess vegna er Ungverjaland ekki í stríði við neinn“ sagði Viktor Orbán.

Samkvæmt Hungary Today sagði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands:

„Við sögðum frá upphafi að þetta væri ekki stríð okkar og að þetta væri stríð sem ætti að vera staðbundið, ekki alþjóðlegt. Ungverjaland er ekki að dragast með inn í stríðið og ef stjórnvöld tækju óvart skref í þessa átt væri það að ganga gegn vilja fólksins.“

Gríðarlegur alþjóðlegur þrýstingur

Að sögn forsætisráðherrans er gríðarlegur alþjóðlegur þrýstingur á Ungverjaland að taka þátt í stríðinu. Eins og hann orðaði það „þeir lemja, berja, sparka og bíta okkur.“ Orbán var spurður út í þá ákvörðun að útvega Úkraínu þýska hlébarða skriðdreka og bandaríska Abrams skriðdreka og þá staðreynd, að Úkraínumenn vilji núna fá orrustuþoturnar sendar:

„Þetta byrjaði á því að Þjóðverjar sögðu að þeir myndu bara gefa hjálma en þeir myndu ekki senda drápstæki í stríðið. Við erum nú þegar komin á stig skriðdreka. Ef þú setur ekki mörk þín í átökum, þá verður þú dreginn inn í þau.“

Samkvæmt utanríkisráðherra Þýskalands í síðustu viku, þá er Evrópusambandið þegar í styrjöld við Rússland. Orbán segir þessi ummæli utanríkisráðherrans varla afgerandi, hér sé ekki um yfirlýsingu að ræða en:

„Ef þú sendir vopn….þá getur þú sagt hvað sem er, þú ert aðili að stríðinu.“

Koma þarf vopnahlé á tafarlaust og hefja friðarviðræður

MCC-ráðstefnan þar sem framtíð útgefanda var rædd.

Á fimmtudaginn hýsti forsætisráðherra erlenda fyrirlesara MCC-ráðstefnunnar um framtíð blaðaútgáfu með fjölmörgum alþjóðlegum þekktum fjölmiðlafræðingum, vísindamönnum og blaðamönnum en mestur áhugi var samt að ræða um afstöðu Ungverja til stríðsins í Úkraínu. Orbán sagði að óþarfi væri að flækja málin of mikið, vopnahlé þyrfti að gera tafarlaust og að því loknu ættu friðarviðræður að hefjast strax en þær gætu tekið mánuði eða jafnvel ár. Hann talaði einnig um hættuna á stigmögnun stríðsins. Meðal ráðstefnugesta voru Ralf Schuler, fyrrverandi yfirritstjóri Bild í Berlín, Rod Dreher, yfirritstjóri hjá The American Conservative, Alvino-Mario Fantini, aðalritstjóri og útgefandi The European Conservative og Richard Schmitt, aðalritstjóri. og meðeigandi fyrirtækisins Exxpress.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila