Viktor Orbán: Viðskiptaþvinganirnar gegn Rússlandi „rústa efnhag Evrópu“

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í viðtali við ríkisútvarpið á föstudagin, að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafa bitnað verr á Evrópu en hann hafði áður gert sér grein fyrir. „Það verður að afturkalla aðgerðirnar, annars getur efnahagur Evrópu hrunið“ (mynd: Vlada Republike Slovenije).

Evrópska hagkerfið hefur skotið sig í lungun og nær ekki andanum

Samkvæmt Reuters / Euronews hefur Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, þungar áhyggjur af framtíð Evrópu. Það er vegna stórfelldra refsiaðgerða gegn Rússlandi, sem hafa slegið til baka eins og búmerang gegn Evrópu.

Orbán bendir á, að refsiaðgerðirnar hafa valdið miklu tjóni fyrir efnhagslíf Evrópu án þess að veikja Rússland. Refsiaðgerðirnar hafa heldur ekki bundið endi á Úkraínustríðið.

Orkuverð hefur snarhækkað og ástandið er farið að hafa neikvæð áhrif á efnahag Ungverjalands.

Viktor Orbán segir refsiaðgerðirnar vanhugsaðar og þær verði að afturkalla til að ESB komist hjá því að eyðileggja efnahagslífið í allri Evrópu.

Viktor Orbán segir í útvarpsviðtalinu:

„Upphaflega hélt ég, að við hefðum bara skotið okkur í fótinn en nú er ljóst, að evrópska hagkerfið hefur skotið sig í lungun og nær ekki andanum.“

„Refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafa heldur ekki orðið Úkraínu til góðs og eru á fullri ferð að rústa evrópska hagkerfinu.“

„Það sem er að gerast í Evrópu núna er óþolandi“

„ESB er frammi við augnablik sannleikans og muni neyðast til að gera sér grein fyrir því, að refsiaðgerðirnar hafa verið afdrifarík mistök.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila