Vilja setja lög sem verja betur tjáningarfrelsið og grunnreglur réttarríkisins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Miðflokkurinn hyggst setja lög þess efnis að fólk verði varið fyrir því fyrirtæki eða stofnanir láti fólk gjalda fyrir skoðanir sínar, komist flokkurinn til valda og reglur réttarríkisins verði virtar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.


Sigmundur bendir á að þróun hafi verið í þá átt að fyrirtæki og stofnanir reyni að hefta tjáningarfrelsi fólks með slíkum tilburðum og við þeirri þróun verði að bregðast.


Hann segir að samhliða því sé afar brýnt að fara yfir öll þau lög sem að tjáningarfrelsinu og skyldum réttindum borgaranna.


til þess að tryggja að málfrelsi stjórnarskrárinnar sé raunverulega virkt og í gildi, það þarf að fara í gegnum allt lagasafnið til þess að þessi grundvallaratriði réttarríkisins sem ég hélt að flestir væru meira og minna sammála um en erum farin að vanrækja og sumir jafnvel tala gegn eins og um að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð, jafnræði fyrir lögum verði tryggt“ segir Sigmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila